Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 26

Morgunn - 01.12.1962, Side 26
112 MORGUNN ana fyrir tilveru æðri heima. Vér verðum að læra að skoða hinar undursamlegu staðreyndir í lífi Jesú í nýju Ijósi. Parapsychologían opnar oss möguleika þess“. Þá kemur próf. Hohenwarter næst í grein sinni með uppástungu um það, að myndað sé rómv. kaþólskt félag presta, lækna og sálfræðinga til þess að reka slíkar rann- sóknir. Og hann lýkur máli sínu með því að tilfæra um- mæli P. Bielmairs, ritstjóra tímaritsins Okkultismus und Seeisorge (Dulfræði og sálgæzla): ,,Það er enginn efi á því lengur, að í framtíðinni mun sannvísindaleg rannsókn hins dularfulla hafa hina mestu þýðingu. Þessvegna ætti sérhver sálusorgari að hafa op- inn hug við þessu máli“. Úr ýmsum áttum hlaut málaleitan próf. Hohenwarters ágætar undirtektir, og þegar á næsta ári var stofnað í Miinchen félag til parapsychologískra rannsókna og at- hugana. Félagar eru kaþolskir kirkjumenn og leikmenn. Við hlið félagsins og til stuðnings því um margskonar efni er vísindaráð 40 háskólakennara, guðfræðinga, lækna, sálsýkifræðinga, eðlisfræðinga og heimspekinga. Hlutverk félagsins er að rannsaka og meta gildi þeirra fyrirbrigða, sem sálarrannsóknirnar og parapsychologían hafa staðfest og fengizt við, og að finna niðurstöðunum stað í kenningum kaþólsku kirkjunnar. Um sama leyti og félag þetta var stofnað gaf Pius páfi hinn 12. út þessa yfirlýsingu: „Trúin óttast ekki skynsemina og kennisetningarnar óttast ekki vísinda- lega rannsókn. Þvert á móti er kirkjan vinur og verj- andi alls sannleika og leggur ekki fjötra á frelsi þeirra, sem af hreinum hvötum leitast við að varpa ljósi á leynd sannindi hinna huldu hliða tilverunnar. Kirkjan styður slíkar framfarir og er ævinlega reiðubúin til þess að notfæra sér niðurstöður þeirra“. Á allra síðustu árum hefir þrásinnis verið skrifað um j

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.