Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 54

Morgunn - 01.12.1962, Side 54
140 MORGUNN píslarvættisdauða Stefáns. 1 bænum kaþólsku kirkjunn- ar, sem lesnar skulu við dánarbeði, segir: „Komi skín- andi skarar englanna til móts við sál þína, þegar hún hverfur út úr líkamanum“. Og eftir andlátið er beðið: „Komið honum til hjálpar, komið til móts við hann, þér englar drottins". Gömul er kristin trú á engla, sem falið hefir verið að vaka yfir ákveðnum hópum manna, söfnuðum, þjóð- um og fjölskyldum. Sérstaklega ber að nefna engla guð- þjónustunnar, englana sem tengdir henni eru. Hinn mikli kirkjufaðir, Origenes, kenndi: „Þegar trúaðir menn koma saman til guðþjónustu, starfa saman tveir söfnuðir, söfnuður manna og söfnuður engla. Og vér trúum því, að englar standi andspænis söfnuði trúaðra í guðþjónustunni. „Frægasti predikari fornkirkjunnar. lærdómsmaðurinn Krysostomus, skilgreinir betur starf þessara engla. Hann segir: „Englar Guðs umkringja prestinn, - einkum er hann stendur frammi fyrir altar- inu. Þeir fylla helgidóminn og altarið er umkringt him- neskum hersveitum.“ Hin kristilega englatrú leggur á það megináherzlu, að af sjálfum sér séu englarnir ekki neitt, heldur aðeins og algerlega fulltrúar, erindrekar Guðs. Einnig má segja, að markmið englanna sé fremur guðsríkið en ein- staklingurinn. Cand theol. Johs. Dmgsdcl

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.