Morgunn - 01.12.1962, Blaðsíða 55
Dr. Aage Mamer héraSslæknir:
Eru framliðnir menn hér að verki?
★
Þetta er spurning, sem oft er rædd af miklum hita.
Og marga hneykslar að hún skuli blátt áfram vera bor-
in frarn: Framliðnir menn eru sjá Guði, það vonar mað-
ur, a.m.k. eigu.m við að láta þá í friði og ónáða þá ekki
með miðilsfundum og öðru þess háttar, - segja margir.
I fyrsta lagi: Hvað vitum vér um hag framliðinna?
Efnishyggjan segir: Hinir dauðu eru blátt áfram dauð-
ir. En hvað vitum vér um það? Enginn maður hefir enn
getað fært sönnur á, að lífinu sé lokið með líkamsdauð-
anum. Enginn maður hefur enn getað fært sönnur á, að
lífið haldi ekki áfram í einhverri annarri mynd. Menn-
ingaröldur fyrri kynslóða hafa allar boðað trú á sál,
sem lifði líkamsdauðann. Menning nútímans er sú fyrsta
sem afneitar lífi eftir dauðann.
Kirkjan svarar spurningum manna með mörgu móti
og margvíslegu. Stundum er fullyrt, að hinir framliðnu
séu í himninum með hinum sælu. Jafnhliða kennir kirkj-
an, að framliðnir menn sofi unz lúðurhljómurinn vekur
þá á efsta degi. Af þessu er auðsætt, að kirkjan veit ekk-
ert raunverulega um málið.
Það er misskilningur, að framliðnir menn séu „kall-
aðir fram“ á miðilsfundum. Það sem i'ram kemur á slík-
um fundum, kemur fram að eigin vild. Margir vona eft-
ir sambandi við látna vini á miðilsfundum, en vinimir
koma alls ekki. Þessir menn fara vonsviknir heim, fengu
ekki það, sem þeir þráðu.
Það er engin minnsta ástæða til að hneykslast.