Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 60

Morgunn - 01.12.1962, Side 60
146 MORGUNN ið úr sjálfum sér“ og horft á líkama sinn án nokkurs minnsta votts af samúð, eins og líkaminn komi honum ekki við. Fyrir kemur það, að frá svipum, sem birtast, koma orðsendingar, sem vissulega benda til annars meira en fjarhrifa frá deyjandi manni. Þjóðverji nokkur, sem kunnugir segja ákaflega efa- gjaman, hugsandi og allt annað en hjátrúafullan mann, heyrði að næturlagi, eða dreymdi að hann heyrði vin sinn segja: „Réttu mér skóna mína fljótt, drengur minn“. Hann glaðvaknaði og sá, að kona hans hafði lát- ið náttljós loga í herberginu, vegna þess að lítill sonur þeirra var veikur. Um leið heyrði hann aftur rödd vin- ar síns, en gat þá ekki greint orðaskil. Samstundis sá hann vininn koma inn í svefnherbergið, ganga framhjá rúmi konunnar og drengsins og segja: „Hvað segið þér? Ég dó ki. 5 síðdegis í dag“. Maðurinn gerðist óttasieginn og sagði: „Þetta er þó ekki satt?“ „Jú, víst er þetta satt. en hvað segið þér um það, að það á að jarða mig þegar á þriðjudaginn kl. 2!“ Maðurinn vissi ekkert að vinurinn væri veikur. En á dánarvottorðið var skráð, að hann hefði skilið við kl. 4,30 þennan dag. Sýnina sá maðurinn kl. 12,07 nóttina eftir. Þegar eftir andlát hans ákvað fjölskyldan af viss- um ástæðum, sem henni fannst knýjandi,. að láta útför- ina fara fram óvenjulega snemma, á næsta þriðjudegi kl. 2. Var hér um fjarhrif að ræða frá viðstöddum ættingj- um hins látna manns, eða var þetta boðskapur frá hin- um látna sjálfum? Það er athyglisvert, að margir þeir, sem segja frá sýniun, fullyrða, að veran, sem sést, sýnist skipa sitt rúm, og oft sést hún iíka í spegli. Einnig sjást svipir manna, sem dánir eru fyrir mörg- um árum. J. segir frá því, að hann hafi tekið við bóka- varðarstarfi af Q., sem hann hafði aldrei séð í lifanda

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.