Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Page 61

Morgunn - 01.12.1962, Page 61
MORGUNN 147 lífi. Myers, hinn frægi sálarrannsóknamaður, þelckti J. persónulega. Þegar J. ætlaði að hraða sér úr bókasafn- inu til þess að ná lestinni heim til sín, sá hann andlit manns fyrir endanum á einum ganginum í safninu, Hann hélt að þetta væri þjófur og hrópaði, en fékk ekk- ert svar. Þá sá hann andlitið aftur við hornið á einum bókaskápnum, aðeins andlitið en engan líkama. Andlitið var fölt, höfuðið sköllótt og augun lágu djúpt. J. gekk að andlitinu, og sá nú gamlan mann, með háum öxlum. Maðurinn sneri þá við honum baki og gekk óstyrkum skrefum að litlu hreinlætisherbergi, sem aðeins var hægt að komast inn í um einar dyr. J. elti hann, en skyndilega var maðurinn gersamlega horfinn. J. sagði frá þessu í safninu daginn eftir, og óðara þekktu menn af lýsingu hans fyrirrennara hans í bóka- varðarstarfinu. Eins og áður sagði hafði hann aldrei séð þennan fyrirrennara sinn í lifenda lífi. En úr mörgum ljósmyndum, sem honum voru fengnar, þekkti hann óð- ara fyrirrennara sinn. Hér verður ekki talað um fjarhrif frá deyjandi manni, því að gamli bókavörðurinn var látinn fyrir 4 árum. Ég minni aftur á það, hve sjaldgæft það er, að þriðji aðil- inn sjái sýnina, svipinn. Við getum látið okkur detta í hug hlutskyggni eða reimleikafyrirbrigði, en í sambandi við þau yrðum við að gera ráð fyrir, að eithvað hafi þá enn verið eftir af Q. (látna bókaverðinum), sem orsak- aði reimleikana. Þrásinnis hafa menn reynt að grípa höndum slíkan svip, en gripið 1 tómt. Þegar tekizt hefir verið að króa svipinn af í homi, hefir hann horfið þar. Þeir, sem reynt hafa að grípa höndum slíkan svip, segja, að hugsunar- laust, líkast svefngengli, hafi svipurinn reynt að komast undan snertingunni. En það, hvernig svipirnir reyna að komast undan, bendir samt til einhverskonar hugsunar. Oftast svarar svipurinn ekki spumingum, en fyrir kem- ur þó, að hann sjáist bæra varirnar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.