Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Page 62

Morgunn - 01.12.1962, Page 62
148 MORGUNN Ef dæma skil vitundalíf svipanna eftir lýsingum skyggnra manna, sýnist það æði ófullkomið. Þeir haga sér oftast eins og þeir gangi í svefni. Það er líkast því, sem þeir ráði ekki yfir meira en einhverju vitsmuna- broti. Ef eitthvað af manninum lifir líkamsdauðann og þetta eitthvað er gætt hugsun, vilja og endurminningu. minni, í stuttu máli sagt, ef til er sál, þá er það hugsan- legt, að eftir lausnina úr jarðneska iikamanum sé hún gædd fleiri vitundarsviðum, líkt og svonefndir lifandi menn virðast gæddir fleiri vitundarsviðum, undirvitund, dagvitund, o. s. frv. Stundum virðumst vér standa and- spænis einhverju broti vitundar, sem nagar og truflar. Á það virðist benda dæmið af Söru Clarke. 1 einu herbergjanna í gömlu húsi voru sagðir reim- leikar, og menn fengust helzt ekki til að sofa þar. Stúlka nokkur, ungfrú V. sem alls ekki trúði á reimleika né nokkuð þess háttar, bauðst einhverju sinni til að sofa ein í þessu herbergi, þegar margt var næturgesta í hús- inu. Um miðnætti vaknaði hún af rólegum svefni, og sá í herberginu gamla konu, fremur gamaldags klædda, en eins og hún væri yfir venjulegt vinnufólk í ensku heim- ili sett. Ungfrú V. hélt fyrst að þetta væri lifandi kona, en minntist þá þess, að hún hafði læst herberginu með lykli að innanverðu áður en hún fór að sofa. Þá varð hún hrædd, þegar þessi kona gekk í áttina að rúmi henn- ar og hvarf. Síðar heimsótti ungfrú V. vinkonu sína eina, sem hélt miðilsfundi í heimili sínu. Á einum fundanna kom fram hjá miðlinum rödd, sem tjáðist heita Sara Clarke. Kvaðst hún hafa reynt að ná sambandi við ungfrú V. en ekki tekizt það. Kvaðst hún hafa verið ráðskona hjá fjölskyldunni í gamla húsinu, sem áður var nefnt. Hefðu allir þar álitið sig trúverðuga, en samt kvaðst hún hafa stolið nokkru af silfurmunum frá húsbændum sínum. Hún kvaðst engan frið finna, fyrr en húsbændurnir vissu þetta og fyrirgæfu sér. Ungfrú V. spurði nú hús-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.