Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 69

Morgunn - 01.12.1962, Side 69
Dag Hammarskjöld ★ Fárra manna andlát mun hafa vakið annan eins harm á þessari öld og andlát hins ástsæla framkvæmdast.i. Sameinuðu Þjóðanna. Líkan harm vakti morðið á Gand- hi. Dag Hammarskjöld var mikilmenni, sem seint mun gleymast, og hann var maður, sem heimurinn virtist hvað sízt mega missa, þegar hann fléll frá. Nokkru eftir hið sviplega andlát hans birti danska blaðið Berlinske Aftenavis tvær stutar ræður eftir hann. Báðar bregða þær Ijósi yfir höfund sinn ,og þar sem þær munu ekki hafa verið birtar íslenzkum lesendum, má ætla að lesendum Morguns muni þykja fengur að kynnast meginefni þeirra: Andi guðspjallana hefir verið mér leiðarstjarna, kennt mér að þjóna og leggja náunganum lið. Hinn mikli spænski dulsinni, Jóhann di Cruce, segir: „Hvað er trú? Trú er eining mannssálarinnar og Guðs. Mál trúarbragðanna, eða búningur þeirra er margvísleg túlkun á einni allsherjar-grundvallnrreynslu. Þessa reynslu kynslóðanna má ekki skilja svo, að unnt sé að lýsa henni til fulls með heimspekilegum hugtökum. Hún er ekki veruleiki, sem öllum mönnum sé tiltækur og unnt sé að skilgreina í flokka með aðferðum rökhyggjunnar." Ég var lengi að læra að skilja þetta. En þegar ég var loks búinn að skilja það, varð mér ljóst að trúin, sem ég var alinn upp við og hafði, þrátt fyrir tíð mótmæli skynsemi minnar, mótað lífsstefnu mína, var mín eigin trú og trú, sem ég hafði valið sjálfur.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.