Morgunn - 01.06.1972, Page 5
DR. ERIÆNDUR HARAEDSSON, SÁLFRÆÐINGUR:
HUGARORKA OG FJARSKYGGNI
erindi flutt á SKYGGNILÍSINGAFUNDI HAFSTEINS BJÖRNS-
SONAR I AUSTURBÆJARBlOl 12. APRlL 1972
Undanfarnar vikur hef ég haft tækifæri til að fylgjast náið
með starfsemi Hafsteins Björnssonar miðils, hæði venjulegum
miðilsfundum og skyggnilýsingafundum, ekki aðeins í Reykja-
vík, heldur einnig á Norður- og Austurlandi. Hefur það verið
mjög ánægjuleg kynning.
Mér er því ljúft að verða við þeim tilmælum að segja hér í
stuttu máli frá nokkrum rannsóknum á svonefndum dulræn-
um fyrirbærum, sem gerðar hafa verið á vísindastofnunum er-
lendis á síðustu árum og ég hef haft bein eða óbein kynni af.
Athuganir og tilraunir á þessu sviði hafa aukizt undanfama
áratugi. f Bandaríkjunum, Þýzkalandi, Hollandi og víðar hafa
verið stofnaðar sérstakar háskóladeildir, sem eingöngu sinna
slíkum rannsóknum. Fyrst í stað var markmið þessara stofnana
að sannreyna, hvort hér væri um raunveruleg sérstök fyrirbæri
að ræða eða mistúlkun þekktra fyrirbæra eða þá viljandi eða
óviljandi pretti.
Er nú talið sannað, að til séu fyrirbæri eins og fjarskyggni,
þ. e. hæfileiki til að öðlast vitneskju um það sem gerist í fjarska,
án þess að þekktum líkamlegum skynfærum sé beitt. Og það