Morgunn


Morgunn - 01.06.1972, Síða 18

Morgunn - 01.06.1972, Síða 18
16 MORGUNN reiðhjól við gangstéttina og hvarf brátt i straum hinnar miklu umferðar miðborgarinnar. Mál þetta kom vitanlega til kasta morðdeildar lögreglunnar og gat hún fljótlega komið saman fullkominni lýsingu á morð- ingjanum. Hann var milli tuttugu og fimm og þrjátiu ára gam- all, beitti vinstri hendi, meðalmaður á hæð og grannvaxinn. Auk þess höfðu næstum allir tekið eftir hiniun sérkennilegu vélrænu hreyfingum hans. Enda þótt viðskiptavinir bankans og starfsmenn væru of ruglaðir til þess að veita morðingjanum eftirför, þá lét fjórtán ára piltur í ákafa æskunnar hendur standa fram úr ermum og elti bankaræningjann gegn um hina miklu umferð, þar sem hann skauzt á milli reiðhjóla, strætisvagna og annara bíla til þess að leynast. Tæpum tuttugu og fimm mínútum síðar stöðvaði unglingur- inn lögreglubifreið, benti á íbúðarbyggingu og sagði lafmóður: „Morðinginn er þarna . . . morðinginn frá Landmands bank- anum.“ Lögreglumennirnir- voru nú ekki á því að gleypa svona sögu alveg hráa og kröfðust frekari skýringa. „Það var enginn vandi að elta hann,“ sagði drengurinn. „Ég var að slóra þarna við bankann og heyrði skotin. Ég gægðist inn um dyrnar og sá hann með byssuna í hendinni. Hann var í bláum verkamanna- galla og með dökk sólgleraugu. Þegar hann hljóp út úr bank- anum, þá elti ég hann á hjólinu mínu. Hann fór inn í ibúðar- húsið þarna og ég reyndi að laiunast á eftir honum. Hann heyrði til min af þvi það marraði i stiganum, og tók upp byssuna. Hann sagðist skyldu skjóta mig.“ „Hvers vegna gerði hann það þá ekki?“ spurði eldri lög- reglumaðurinn dálítið háðslega. „Ég veit það ekki,“ svaraði drengurinn. „Það var svo skrítið. Allt í einu stakk hann byssunni aftur í vasann og nuddaði aug- un. „Góði engillinn minn hefur yfirgefið mig,“ sagði hann og „Ég er þreyttur. Nú verðurðu að fara.“ Svo sneri hann við og fór upp stiganrx. Hann er þar ennþá, því ég hef ekki litið af út- ganginum þangað til þið komuð.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.