Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 28
26
MORGUNN
Þegar lögreglumennirnir voru komnir til liöfuðstöðvanna,
ákváðu þeir að tala aftur við Pelle. Hann var — eins og Ham-
let — hin mikla ráðgáta. Var hann heill á geði eða vitfirrtur?
„Við erum nýbúnir að tala við vin yðar Bjöm Nielsen,“ sagði
Christensen. „Hann segir, að þér hafið stolið reiðhjólinu hans
til þess að nota það við ránið. Ef hann er svona góður vinur
yðar, hvers vegna stáluð þér þá af honum?“
Pelle pýrði saman augun eins og til þess að leita svars innra
með sér við þessu vandamáli. „Ekki spyrja mig þessarar spurn-
ingar. Ég get ekki sagt yður það,“ tautaði hann. Og svo var
engu líkara en „góði engillinn“ hans hefði þrýst á hnapp. And-
lit Pelle varð alveg svipbrigðalaust og hann sagði eins og vél-
brúða: „Nielsen er saklaus. Ég gerði það. Ég man það núna.
Ég tók reiðhjólið úr bílskúmum lians. Ég tók hjólið til þess að
ræna bankann. Ég rændi bankann. Ég er sekur.“
Aftur lokaðist leiðin fyrir þeim. Þá datt geðlækninum í hug
það ráð, að yfirheyra Hardrup með Nielsen í sama herbergi.
Christensen féllst á þessa ráðagerð og klukkan tiu morguninn
eftir yfirheyrði hann Pelle fyrir framan Nielsen. Spurningarn-
ar voru þær sömu og spurt hafði verið margoft áður, en lækn-
irinn hafði miklu meiri áhuga á að horfa á Nielsen en hlusta á
sömu svörin.
Nielsen starði á Palle, hallaði sér áfram í stólnum með oln-
boga á hnjánum. Hann krosslagði handleggina og lét hendur
hanga á öxlum, og myndaðist þannig fullkomið X.
„Þetta er enginn staður til þess að sitja eins og hengilmæna,“
sagði læknirinn við Nielsen. „Sitjið þér beinn.“ Neielsen settist
þá teinréttur. En hann krosslagði fætur sína og hélt áfram að
stara í augu Pelle.
Þegar rannsóknarmennirnir eftir þriggja stunda þrotlausar
yfirheyrslur báru saman athugasemdir sinar, komust þeir að
eftirfarandi niðurstöðum:
1) I hvert sinn sem Pelle sá Nielsen mynda X með því að
krossleggja handleggi, fætur, fingur o.s.frv. þá játaði hann á
sig glæpina og lýsti Nielsen algjörlega saklausan.
2) Þegar þess var krafizt, að Nielsen myndaði enga krossa