Morgunn - 01.06.1972, Qupperneq 32
30
MORGUNN
getur teygt sig — ef til vill alla leið inn í klefa Pelle til þess að
kyrkja hann þar.
En nú er ég reiðubúin til að létta á hjarta mínu. Eitt kvöldið
kom Björn til dæmis inn og settist í stólinn þama. Hann starði
á Pelle með djöfullegu glotti. Svo hætti hann að brosa. Hann
hélt Pelle föngnum með grimmdarlegu, starandi augnaráði,
eins og kobraslanga, sem er að dáleiða fugl. Hann krosslagði
handleggina, svo þeir mynduðu X. — Þá fór maðurinn minn
að þessum eldhússtóli, setti þumlana á stólbrúnirnar og reis
hægt upp þangað til hann stóð á þumlunum. Augu hans rang-
hvoldust þannig að það sá bara í hvituna. Nielsen var mjög
skemmt við þetta þrekvirki. „Sjáðu, Bente,“ sagði hann fliss-
andi, „hvað þú átt duglegan eiginmann. Taktu nú vel eftir.
Þetta em vísindi. Ég og hann Pelle þinn erum að bjóða þyngd-
arlögmálinu og náttúrunni byrginn.11
Ég var skelfingu lostin. Ef Pelle hefði dottið, hefði hann orð-
ið fyrir stórmeiðslum, ef til vill hálsbrotnað. Ég kallaði til hans,
en það hafði engin áhrif. Nielsen skipaði mér þá að hætta að
tala og horfa í augu hans. Ég gat ekki staðizt það. Ég varð að
hlýða. Ég gat ekki komið upp orði. Líkami minn varð þungur
og ég gat ekki lyft höndunum. Ég varð örmagna, og þessi
hryllilega sýn fyrir framan mig, virtist vera í milljón mílna
fjarlægð, i öðrum heimi — í víti.
Svo varð Nielsen þreyttur á þessum leik. „Þessi bölvaður blá-
bjáni,“ heyrði ég hann segja. „Ég var næstum búinn að gleyma
honum . . . þrælsaumingjanum mínum . . . mundu það nú,
Pelle, þú munt alltaf hlýða mér þegar ég sýni þér X-merkið.
Nú máttu vakna og þér mun liða ágætlega. Vaknaðu, Pelle.“
Hér tók læknirinn fram í frásögn hennar. Hann sagði
„Menn hafa borið kennsl á manninn yðar í sambandi við
bankaránið i Hvidövre. Getið þér upplýst okkur um nokkuð í
því sambandi?“
Bente Hardrup kinkaði kolli. „Það er eins gott að ég leysi al-
veg frá skjóðunni. Ég er viss um, að Pelle var ræninginn, þó
hann hafi aldrei viðurkennt það fyrir mér. Það var einmitt
um það leyti sem hann breyttist svo mikið. Hann lét stutt-