Morgunn


Morgunn - 01.06.1972, Síða 32

Morgunn - 01.06.1972, Síða 32
30 MORGUNN getur teygt sig — ef til vill alla leið inn í klefa Pelle til þess að kyrkja hann þar. En nú er ég reiðubúin til að létta á hjarta mínu. Eitt kvöldið kom Björn til dæmis inn og settist í stólinn þama. Hann starði á Pelle með djöfullegu glotti. Svo hætti hann að brosa. Hann hélt Pelle föngnum með grimmdarlegu, starandi augnaráði, eins og kobraslanga, sem er að dáleiða fugl. Hann krosslagði handleggina, svo þeir mynduðu X. — Þá fór maðurinn minn að þessum eldhússtóli, setti þumlana á stólbrúnirnar og reis hægt upp þangað til hann stóð á þumlunum. Augu hans rang- hvoldust þannig að það sá bara í hvituna. Nielsen var mjög skemmt við þetta þrekvirki. „Sjáðu, Bente,“ sagði hann fliss- andi, „hvað þú átt duglegan eiginmann. Taktu nú vel eftir. Þetta em vísindi. Ég og hann Pelle þinn erum að bjóða þyngd- arlögmálinu og náttúrunni byrginn.11 Ég var skelfingu lostin. Ef Pelle hefði dottið, hefði hann orð- ið fyrir stórmeiðslum, ef til vill hálsbrotnað. Ég kallaði til hans, en það hafði engin áhrif. Nielsen skipaði mér þá að hætta að tala og horfa í augu hans. Ég gat ekki staðizt það. Ég varð að hlýða. Ég gat ekki komið upp orði. Líkami minn varð þungur og ég gat ekki lyft höndunum. Ég varð örmagna, og þessi hryllilega sýn fyrir framan mig, virtist vera í milljón mílna fjarlægð, i öðrum heimi — í víti. Svo varð Nielsen þreyttur á þessum leik. „Þessi bölvaður blá- bjáni,“ heyrði ég hann segja. „Ég var næstum búinn að gleyma honum . . . þrælsaumingjanum mínum . . . mundu það nú, Pelle, þú munt alltaf hlýða mér þegar ég sýni þér X-merkið. Nú máttu vakna og þér mun liða ágætlega. Vaknaðu, Pelle.“ Hér tók læknirinn fram í frásögn hennar. Hann sagði „Menn hafa borið kennsl á manninn yðar í sambandi við bankaránið i Hvidövre. Getið þér upplýst okkur um nokkuð í því sambandi?“ Bente Hardrup kinkaði kolli. „Það er eins gott að ég leysi al- veg frá skjóðunni. Ég er viss um, að Pelle var ræninginn, þó hann hafi aldrei viðurkennt það fyrir mér. Það var einmitt um það leyti sem hann breyttist svo mikið. Hann lét stutt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.