Morgunn - 01.06.1972, Page 51
GERARD CROISET OG HUGSKYNJANIR HANS
49
nú var dóttir okkar komin heim, eftir þessa sex daga eins og
hann hafði sagt, og var því ekki þörf á frekari upplýsingum.
„Ég hafði lengi haft grun um að eitthvað væri til í því, sem
kallað er hugskynjanir (ESP). Nú veit ég það.“
, Gerard Croiset hefur ekki aðeins aðstoðað
lögregluna í leit að týndu fólki og með því
Mannætuhelh. ® s , , , M , , c 6 V1 *
að upplysa glæpamal, hann heiur lika ao-
stoðað lærdómsmenn með því að gera grein fyrir torráðnum
steingervingum og ævagömlum handritum. Frá einu slíku at-
viki segir dr. Marius Valkhoff, kennari við Witwatersrand há-
skólann i Johannesburg og forseti Suður-Afríku sálarrann-
sóknafélagsins.
Dr. Valkhoff var staddur í sálarrannsóknastofnuninni í Ut-
recht 17. desember árið 1953 hjá prófessor Tenhaeff. Á borðinu
hjá þeim voru ofurlitlar öskjur með smásteinum, en inn á milli
þeirra var dálítil beinarða, sem þó var erfitt að koma auga á,
því að hún bar líkan lit og steinmolarnir í kring um liana. En
þegar Croiset kom inn í stofuna, gekk hann strax að borðinu
og var eins og beinið drægi hann að sér eins og segull.
Croiset var í svo miklu uppnámi, að hann gleymdi að heilsa.
Það var eins og hann væri í hálftrance, þegar hann kom inn.
Hann tók beinörðuna strax úr öskjunum.
Dr. Valkhoff hafði fundið þetta litla steinrunna bein í hin-
um fræga Mannætuhelli í grennd við Mamathes í Basutolandi.
„Það var ekkert við beinið sem gæti bent til þess, hvaðan það
væri upprunnið,“ segir þessi lærdómsmaður frá Suður-Afríku,
„og við sögðum ekki orð um það. Beinið gæti hafa verið leyfar
fi'á miðdegisverðinum okkar.“
Ofvitinn hollenzki seildist í beinið án þess svo mikið sem
líta á það og lukti um það lófanum hugsandi. Enda þótt hann
hefði lítillar fræðslu notið í mannkynssögu eða öðrum forn-
fræðum fóru myndir úr sögu beinsins að birtast hugskotssjón-
um hans. Hann lokaði nú sínum ytri augum til þess að geta
betur einbeitt innri sjón. Myndir af fjarlægu og framandi
landslagi svifu fyrir hugskotssjónum hans. Orð hans komu