Morgunn - 01.06.1972, Síða 56
54
MORGUNN
klút inn í búr þar sem villidýr voru? Ég sé dúkpjötlu detta.
Villidýrin, sem eru líkust ljónum, tæta hana sundur.
7. Ég sé hana með einhvern bréfsnepil, þar sem talan 6
hefur verið skrifuð efst á blaðið. Þar hefur fyrst staðið talan 5,
en hún hefur breytt þvi i 6. Einhverjar deilur eða umtal verður
um þetta.
8. Hún hefur líka nýlega atað út hendur sínar af litum í
gömlum kassa. f kassanum sé ég litlar litartöflur. Skyldi hún
hafa meitt sig eitthvað á þessu, í löngutöng á hægri hendi?
9. Skyldi hún ekki nýlega hafa heimsótt vinkonu sína um
það bil 44 ára gamla? Hún er ekki mjög há, en vel vaxin, dálít-
ið gild, klædd í kjól með nokkrum fellingum að framan. Þessi
kona talaði eitthvað við hana um kynferðismál og ráðlagði hún
vinkonunni að fara til geðlæknis.
10. Þessi kona hefur orðið fyrir miklum geðshræringum í
sambandi við söngleikinn Falstaff. Ætli það sé fyrsti söngleik-
urinn sem hún sá?
11. Ætli faðir hennar hafi fengið gullpening fyrir ein-
hverja opinbera þjónustu?
12. Hefur hún farið með litla stúlku til tannlæknisins, og
þessi læknisvitjun valdið talsverðu uppnámi? Ég er næstum
viss um, að þetta mun gerast föstudaginn 1. febrúar 1957.
Segulbandið var nú leikið fyrir Croiset og hann spurður,
hvort hann hefði nokkru við þetta að bæta. Já, þessu, sagði
hann:
„í sambandi við annað atriðið sé ég mynd af karlmanni um
það bil 45 ára gömlum. Hann er mjög tilfinninganæmur og
viðkvæmur. Konan hans skildi hann ekki, svo að þau skildu.
Hann hafði sambönd við aðrar konur og konan hafði sambönd
við aðra menn“.
„1 sambandi við 4. atriðið fæ ég það á tilfinninguna að einn
af þessum drengjum sé dáinn. Dauði hans hefur á einhvem
hátt orsakazt af hemámi Þjóðverja á landi vora.“
5. atriðið. Þó að ég þættist sjá mynd af ljóni, kynni það að
hafa verið táknrænt. Ég hef einhvem tíma líkt dásvæfinga-
manninum við ljónatemjara og áhorfendunum við ljónin. Þeg-