Morgunn - 01.06.1972, Qupperneq 61
GERARD CROISET OG HUGSKYNJANIR HANS 59
sér oft stað í draumum, samanber atriðið um vasaklútinn hér
að framan.
, Bók hefur verið skrifuð um Croiset, troðfull
Clisa spamaður ... . . , , , r .* . ,
o j> ] -f m sogum hkum þeim, sem her hata veno tek-
' R • <>r /"r m uokkur dæmi um, og koma þar þó ekki
jarnar o n. nýnc]arnærr] öll kurl til grafar um undra-
verða hugskynjunarhæfileika þessa manns.
En enda þótt bók þessi hafi vakið mikla athygli, er hér ekki
um neina áður ókunna hæfileika að ræða. Bókmenntir heims-
ins hafa frá aldaöðli kunnað að segja margar sögur um slíka
menn, og þá ekki sízt sú bók, sem merkilegust hefur verið talin
með Gyðingum, ættfeðrum Croisets: Biblían. Hún er eins og
allir vita spjaldafull af vitrunum og spádómum, sem sýnir, að
hæfileikinn hefur verið ríkur með þessum kynstofni um þús-
undir ára.
Svo segir t. d. um Elísa spámann í 6. kafla II Konungs-
bókar:
En er Sýrlands-konungur átti í ófriði við ísraelsmenn, ráðg-
aðist hann við menn sína og mælti: Á þeim og þeim stað skuluð
þér leggjast í launsátur. En guðsmaðurinn (þ. e. Elísa) sendi
til Israelskonungs og lét segja honum: Yarast þú að fara fram
bjá þessum stað, því að Sýrlendingar liggja þar í launsátri .. .
Varaði hann þannig við i hvert sinn, og gætti hann sín þar,
og það var oftar en einu sinni eða tvisvar.
Ut af þessu varð Sýrlandskonungur órór í skapi, kallaði á
menn sina og sagði við þá: Getið þér ekki sagt mér, hver af vor-
um mönnum ljóstrar upp fyrirætlunum vorum við Israels-
konung? Þá sagði einn af þjónum hans: Því er eigi svo farið,
minn herra konungur, heldur flytur Elísa spámaður, sem er í
fsrael, Israelskonungi þau orð, sem þú talar í svefnherbergi
þínu.
Hér er augsýnilega um hugskynjanir á háu stigi að ræða,
og slíkum gáfum voru spámenn Gyðinga gæddir oft í svo stór-
kostlegum mæli, að efnisvísindamenn seinni alda hafa talið
frásagnir um þá með ýkjum og helgisögum „því að slikt ger-
ist ekki.“!