Morgunn - 01.06.1972, Page 62
60
MORGUNN
Croiset og margir fleiri hugskyn)anamenn fyrr og síðar
sanna það einmitt, að slíkt gerist og hefur þá eflaust gerzt fyrr
og siðar í sögu mannkynsins.
F.kki ætti okkur Islendingum að vera ókunnugt um þetta.
F)öldamargar sögur eigum vér til um skyggna menn. Einn
hinn frægasti þeirra var Þorleifur í Bjamarhöfn, sem fylgdist
ekki aðeins með skipum sínum á höfum úti, heldur fylgdist
með fiskitorfum og hákörlum í hafdjúpinu, og sagði fyrir
hversu margir mundu veiðast á hverjum stað. Einnig gat hann
lýst fólki á götum í Kaupmannahöfn og klæðaburði þess enda
þótt hann sæti kyrr heima hjá sér.
Nefna má einnig menn eins og ísfeld snikkara á Austur-
landi, sem var fjölvitur maður, fjarsýnn og forspár, og Ingunni
skyggnu á Skeggjastöðum og halda þannig áfram að segja frá
miklum fjölda skyggnra íslendinga, eins og Oscar Clausen hef-
ur gert í bók sinni: Skyggnir Islendingar.
Og þeir, sem komið hafa á skyggnilýsingafundi til Hafsteins
Björnssonar miðils, hafa gengið úr skugga um, að vissulega sér
hann lengra en nef hans nær.
Kynni það ekki að sannast, þó að síðar verði, að þetta sé
merkilegasta málið i heimi?