Morgunn - 01.06.1972, Side 73
.S5XXSS I STUTTU MÁLI 1ZT£%Z>
Frá Kristínu Sigfúsdóttur, skáldkonu frá Syðri-Völlum, sem
nú dvelst á Elliheimilinu Grund á nírœðisaldri, hefur Morgni
horizt eftirfarandi:
Herra ritstjóri Ævar R. Kvaran.
Það eru mörg ár síðan ég þekkti tvo merka menn, sem hétu
Einar Hjörleifsson og Ragnar, sonur hans. Nú ert þú í þriðja
lið, dýrmætur fræðandi fjöldans um sama málefni. Ég er
Húnvetningur — kom ung til Stykkishólms og ólst að mestu
leyti upp hjá frændfólki mínu, Sveini bróður Björns ritstjóra
Isafoldar. Þann frænda minn var ég alltaf hrædd við vegna er-
inda hans til Stykkishólms með Tndriða miðli og Þórði lækni í
Borgarnesi Pálssyni. Þeir fluttu sín fræði liiklaust, hvort sem
fólk trúði þeim eða ekki. — Síðan hafa svo margir trúbræður
talað, t.d. Haraldur Níelsson, Jón Auðuns og Sveinn Vikingur.
Loks hitti ég svo skáldið Einar Hjörleifsson. Þar voru aug-
ljósir yfirburðir og mannkostir, þess vegna trúði ég öllu, sem
hann sagði — og þar við situr.
Nú ert þú í þriðja lið næst þeirri nýjung trúarbragðanna,
sem hér um getur og vís til að verða mér að liði á einhvern
hátt. Eg þakka Guði þessi ljós jarðar.
Um aldamótin 1900 var það venja i Stykkishólmi að senda
póst í hverjum mánuði til Flateyjar á Breiðafirði. Það fram-
hvæmdu 0 menn i opnum árabát; sættu þá sjávarföllum — út-
falli — hvenær sem það var sólarhringsins.
Eina nótt klukkan 4 gengu 6 hraustir menn niður bryggj-
una. Þá kom þar kona, sem legið hafði veik allt sumarið, en gat
nú gengið langa leið til að biðja um far til Flateyjar.
Þeir hjálpuðu henni út i bátinn og breiddu segl yfir, ef svo