Morgunn


Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 76

Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 76
74 MORGUNN Þá fer hér á eftir frásögn Sesselju Þ. G. Vilhjálmsdóttur Laugarásvegi 7, Reykjavík. Nefnist frásögnin MÁTTUR BÆNARINNAR Það var að áliðnum vetri, að ég var í Kvennaskólanum í Reykjavík og fékk þá brjósthimnubólgu, sem lagði mig í rúm- ið. Matthías Einarsson vitjaði mín og ákvað að ég yrði að leggjast inn á Landakotsspítala daginn eftir. Peninga átti ég enga aflögu; meira að segja tók ég að mér barnakennslu með náminu til að geta greitt námskostnaðinn í höfuðstaðnum. Þá voru ekki sjúkrasamlögin komin til sögunnar og ég átti engan að í Reykjavík, sem ég gat beðið um hjálp. Allir geta skilið hugarástand mitt við þessar aðstæður og verður því raunar ekki með orðum lýst. Allt í einu komu mér í hug orð móður minnar, þegar hún kvaddi mig um haustið austur á Vopnafirði: „Mundu það, dóttir mín, þó að allt annað bregðist, þá er það einn, sem aldrei bregzt.“ Ég sneri mér því í bæn til frelsara míns með lokuðum aug- um og bað hann heitt og innilega að senda mér hjálp. Finnst mér þá vera horft á mig og ég lít upp. Sé ég þá veru, sem krýpur við rúm mitt og heldur saman lófum undir höku, eins og venja er að gera, þegar beðist er fyrir; horfir þannig á mig nokkra stund með blíðu og ástúð í augum og segir: „Guð hjálpar þér.“ Ég var ein í herberginu og sólin skein inn til mín, en svo mikil birta fylgdi þessari veru, að mér virtist sem hálfrokkið væri í herberginu, þegar hún hvarf mér sjónum. Ég saknaði þess mjög og hefði óskað að hafa hana sem lengst fyrir augum. Nú hvarf mér allur ótti og áhyggja um, hvað við tæki. Ég treysti því, að mér bærist hjálp og hennar varð ekki lengi að bíða. — Þetta var milli kl. 10 og 11 inn morguninn, en klukkan hálf- tólf er barið að dyrum hjá mér og inn kemur maður, sem ég þekkti aðeins lítillega. Honum sagðist svo frá, að hann hafi ver- ið setztur að matborði heima hjá sér, þegar honum allt í einu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.