Morgunn - 01.06.1972, Page 77
í STUTTU MÁLI
75
fannst, að hann yrði að finna mig, án þess að vita til þess
ástæðu. Kona hans skildi ekki þennan flýti og óskaði, að hann
lyki fyrst máltíðinni, en það vildi hann ekki samþykkja; hami
var knúinn til að fara strax. Ekki hafði hann hugmynd um
veikindi mín fyrr en hann sá mig í rúminu. Spyr mig þá hvað
hann geti fyrir mig gert. Ég segi honum að ég eigi að leggjast
inn á spítala daginn eftir og hvað í efni sé að öðru leyti. Mað-
ur þessi veitti mér síðan þá aðstoð, sem ég þurfti. Hann var mér
að öllu lej'ti ókunnugur, nema hvað hann hafði nokkrum árum
fyrr verið á ferðalagi og legið veikur vikutíma á heimili for-
eldra minna.
Sesselja Þ. G. Vilhjálmsdóttir,
Laugarásvegi 7.
Gunnar Jónsson, sölumá&ur, vel þekktur verzlunarmaSur
hcr i horg, segir frá:
„Við hjónin vorum boðin til vinkonu okkar til þess að skoða
nýja ibúð, sem vinkonan var nýbúin að kaupa og flytja í. Þá
sagði hún okkur og ljómaði af ánægju yfir hinni fallegu íbúð:
Ég var lengi búin að hafa augastað á íbúðinni, en búin að gefa
hana upp, m.a. af fjárhagsástæðum. Ég réði hreinlega ekki við
kaupin. 1 s.l. janúarmánuði sat ég fund hjá Hafsteini Björns-
syni. Þá er sagt við mig: Taktu vel eftir 13. apríl.
Mér verður á að hugsa og segja: Æ, Guð minn góður, á nú
eitthvað leiðinlegt að koma fyrir mig? Nei, er mér sagt. Það
verður gott.
Nú líður timinn til 13. apríl. Þá kl. hálftólf fyrir hádegi er
hringt til mín frá þeim, sem voru að reyna að selja mér íbúð-
ina, og þeir bjóða mér öll hugsanleg vildarkjör. Gera mér fært
að kaupa fyrir reyfaraverð og ég gerði það. Nú er ég alsæl.“