Morgunn - 01.06.1972, Page 81
GAMLA KONAN OG HAFIÐ
Aldrei síðan menn fyrst ýttu fleytu úr vör hafa örlögin leikið
jafnundarlegan leik með hundrað manns á hafi til þess að upp-
fylla guðlegan tilgang.
I október árið 1829 lagði skútan Hafgúan úr höfn í Sidney í
Astralíu. Skipstjóri var Samuel Molbrow og skipshöfnin átján
manns. Ferðinni var heitið til Rafflesflóa. Torres-sund er ill-
ræmt fyrir ótölulegan grúa skerja og boða; liggur það milli
Ástralíu og Nýju Guineu. Þar tók skútan niðri á skeri og fórst.
Skipshöfninni tókst að klifrast upp í kletta fyrir ofan sjávarmál
og beið þar í þrjá sólarhringa í von um björgun. Þá voru menn-
irnir teknir um borð í barkskipið Swiftsure, sem leið átti þar
framhjá. En tveim dögum síðar strandaði Swiftsure einrdg og
brotnaði i spón. Mennirnir átján af Hafgúu'nni og fjórtán
manna áhöfn Swiftsure syntu í land og þar voru þeir strandaðir
þangað til skútan Governor Ready með 32 manna áhöfn kom í
ljós og bjargaði þeim. En þessir blessaðir hrakfallabálkar voru
ekki enn úr allri hættu. Á leiðinni til Papúa hremmdi ógæfan þá
í þriðja sinn. Það kviknaði í Governor Ready og brann skipið til
ösku á nokkrum klukkustundum. Og þrir flokkar skipreika
oaanna gripu til björgunarbátanna og rak þá út á regin Kyrra-
kafi, nú orðnir sextíu og fjórir að tölu. Og ennþá varð annað
skip þeim til bjargar. Það var kútterinn Comet, sem tók menn-
þoa um borð. En þeir voru ekki lengi i paradís. Skip þetta fórst
1 feiknastormi, sem allt í einu skall á, og aftur rak nú mennina
lmi Kyrrahafið og var nú tuttugu og einn maður í viðbót, skips-
höfnin af síðasta skipinu. Þeir héldu sér dauðahaldi í rekaldið í
atján hræðilegar klukkustundir, þar til áhöfnin á skipinu Júpi-
ter, sem var á leið til Vestur-Ástralíu kom auga á þá, en á því
skipi voru þrjátíu og átta menn. Ekki er gott að gera sér í hug-
arlund hvað skipsmenn hafa hugsað, er þeir veittu þessrun
attatíu og fimm gestum viðtöku run borð, en þeim var vitanlega
]argað. En viti menn — varla voru þeir búnir að ná sér eftir
volkið, þegar Júpiter rekst á boða, sem rífur gat á kjöl skipsins.