Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 9

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 9
1. Hitaveitulögn, Svartsengi - Grindavík 2.6% 2. Hitaveitulögn, Svartsengi-Njarövík 50.0% 3. Hitaveitulögn gegnum Njarövík - Keflavík 3.9% 4. Hitaveitulögn frá Keflavik í Rockville 17.2% 5. Dælustöö í Njarðvík 75.0% 6. 3 miðlunartankar í Njarðvfk 50.0% 7. Aðallína frá dælustöð á K. flugv. 100.0% 8. Dreifikerfi og tankar K.flugv. 100.0% 9. Orkuver 1 og 2 í Svartsengi, ásamt borholum, rafstöð undanskilin 50.0% íslenskrar tæknikunnáttu víða um heim. Eftir stofnun H.S. fóru hjólin að snúast hratt og eftir að fram- kvæmdir hófust, hefur uppbygg- ingin verið ævintýri líkust. Heitt vatn hefur nú verið leitt til allra sveitarfélaganna sjö á Suður- nesjunt svo og á Keflavíkurflug- völl. Nokkur svæði í mesta dreyf- býlinu á svæðinu eru þó ótengd, en njóta niðurgreiðslna á olíu frá H.S., þannig að olíustyrkur ríkis- ins og niðurgreiðsla H.S. gera það að verkum að íbúarnir greiða svip- að verð fyrir orkuna og heitavatns- notendur. Hitaveita Suðurnesja er frá- brugðin öðrum hitaveitum lands- ins að því leyti, að flestar aðrar hitaveitur fá vatn frá lághitasvæð- um sem þær nota beint til upphit- unar og neyslu, en H.S. notar gufu af háhitasvæði til upphitunar á köldu vatni sem gert er í varma- skiptastöðinni í Svartsengi. Varmaskipti þessi eru kostnaðar- söm en á móti kemur að gufan nýt- ist einnig til raforkuframleiðslu sem í dag er ódýrasta framleiðsla á raforku í landinu. Raforka er framleidd með tveimur eins mega- vatta túrbínum og einni sex mega- vatta, samtals átta megavött. Orkuþörf hitaveitunnar sjálfrar er liðlega eitt megavatt, þannig að H.S. framleiðir umfram eigin þarf- ir 6 — 7 m.v. Ég mun ekki í þessu spjalli mínu rekja uppbyggingu hitaveitunnar, hún er ykkur það kunn. Ég mun þó aðeins fara inná fjármálin. Heildarfjárfesting H.S. í árslok 1982 nam tæpum 80 milljónum dollara eða liðlega 2 milljörðum íslenskra króna. í frumáætiun var út frá því gengið að eigin fjár- mögnun fyrirtækisins næmi 20%. Hlutafé var 50 milljónir gamlar krónur eða 500 þús. nýkr. Þar af lagði ríkissjóður fram 40% eða 200 þús. og sveitarfélögin 60% eða 300 þúsund, og var hlutafé sveitarfé- laganna greitt eftir höfðatölu. Ríkissjóðsframlagið var lagt fram með borholum sem gerðar voru í Svartsengi í tilraunaskini, áður en H.S. var stofnað. Hvorki ríkissjóður eða sveitarfélögin hafa lagt fyrirtækinu annað fé til. Fjármögnun hefur farið fram með lántökum og eigið framlag með tengigjöldum notenda, ann- ars vegar íbúanna í sveitarfélög- unum og hins vegar tengigjaldi varnarliðsins. Tengigjald vamarliðsins og orkusala byggist á samningi sem gerður var milli H.S. og vamar- liðsins. Helstu atriði hans em þau að varnarliðið greiddi í tengigjald sem samsvaraði kostnaði við eftir- farandi framkvæmdir: Upphæð tengigjaldsins við und- irskrift samnings nam tæpum 19 milljón dollurum. Rétt er að taka fram að varnar- liðið gaf ekkert í þessu sambandi, þeir fá f jáijnagnið endurgreitt á 11 árum með heitu vatni, þrátt fyrir það greiða þeir árlega í gmnngjald sem nemur um 2 milljónum doll- ara, gjald þetta hækkar árlega um 11.6% vegna áætlaðrar verðbólgu í U.S.A. og auk þess hækkar verð- ið á vatninu miðað við heimsmark- aðsverð á olíu, viðmiðunarverð var sett við 18. október 1979, sem var 67.25 cent á gallon. Reglan er sú að verði hækkun á olíuverði 10%, eða meiri á ári, hækkar vatnsverð um 75% af hækkuninni. Samningurinn gildir til 1992 og verður þá endurskoðaður, en eins og áður var getið, má þá gera ráð fyrir verulega hækkuðum árs- greiðslum. Raforkuframleiðslan hefur gef- ið umtalsverðar tekjur og enda þótt að fjármagnskostnaður hafi verið mikill og sérstaklega við gengissig og gengislækkanir und- anfarinna ára, er ljóst að fyrirtæk- ið á bjarta framtíð fyrir sér og get- ur fullkomlega staðið sjálft við all- ar skuldbindingar sínar. A þeim tæpu tíu árum sem liðin eru frá stofnun H.S., hafa að sjálf- sögðu komið í ljós ýmsir agnúar sem reynslan hefur kennt okkur að þarf að sníöa af og ber þar hæst aðild sveitarfélaganna að stjórn fyrirtækisins. Vegna sjálfstæðis fyrirtækisins og óumdeilanlegs ákvörðunarvalds stjómar þess, er ekki óeðlilegt að sveitarstjórnimar vilji hafa stöðugt beinni aðild að stjórninni, verður vikið að þessu atriði síðar. Rafveitur Sveitarfélaganna Sveitarfélögin eiga og reka raf- veitur í sex sveitarfélögum af sjö, þ.e. nema í Höfnum, þar sem RARIK annast raforkudreifing- una og sölu. Á Keflavíkurflugvelli, rekur varnarliðið dreifikerfið, kaupir orkuna frá riðbreytistöð RARIK og er auk þess með vara- afl til eigin þarfa. Ástand dreifikerfa rafveitnanna er að sjálfsögðu nokkuð mismun- andi. í könnun á tæknilegu ástandi dreifikerfanna sem gerð var 1980, og áður er minnst á, kom í Ijós að kerfin væru nær undantekninga- laust mjög góð og vandað til upp- byggingar þeirra, en meginmunur- inn komi fram í þéttleika byggðar. í könnun þessari kom einnig fram að þó að annað yrði ekki að gert, en að kaupa orkuna með sammæl- ingu fyrir allar rafveiturnar sex, í stað þess kerfis sem nú gildir, gætu orkukaupin verið 4.7% lægri. Rafmagnsveitur ríkisins Rafmagnsveitur ríkisins eiga og reka háspennulínuna frá spenni- stöð við Elliðaár til Suðumesja. Fyrir orkuflutninginn, tekur RARIK 17% álag ofan á orkuverð Landsvirkjunar, þegar ofan á þetta bætist söluskattur og verð- jöfnunargjald, þarf engan að undra þótt raforkuverð sé hærra hér suðurfrá, en á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Rarik annast orkudreifingu í Höfnum og í Grænás í Njarðvík. Otalin er aðaltekjulindin sem er Keflavíkurflugvöllur, þar á Rarik riðbreytistöð og er með sérstakan örkusölusamning við vamarliðið. Verði úr stofnun orkuveitu Suður- nesja, er eðlilegast að sú veita verði ein á svæðinu. Menn verða þó að gera sér ljóst að engan veginn er sjálfgert að Rarik láti af hendi samninginn við Keflavíkurflug- völl, nema veruleg greiðsla kæmi fyrir, ekki væri óeðlilegt að gert væri urn slíkt sérstakt samkomu- lag, þannig að Rarik nyti tekna frá Keflavíkurflugvelli í nokkur ár, að frádregnum kostnaði við eftirlit og umsjón sem væri á hendi orkuveit- unnar. ------ Kaforkuþörf og raforkuframleiðsla Mannfjöldi og orkunotkun á Suðumesji um 1981. Rafveitur íbúafj. selt afl scld orka aukning sölu nýting ÍKW í Mwh ’80-’81 % í klst. GRINDAVÍK 1951 2.027 9.271 4.4% 4574 SANDGERÐI 1153 1.277 5.686 3.8% 4453 GARÐUR 981 834 4.411 5.7% 5289 KEFUAVÍK 6656 5.421 26.382 2.0% 4867 NJARÐVÍK 2114 2.111 10.311 4.5% 4884 VOGAR 585 651 3.057 1.0% 4696 SAMTALS 13.440 12.321 59.118 3.2% 4798 Keflavíkurflv. 10.409 50.145 - 3.5% 5408 Samt. Suðum. 22.730 Ódýrir rammar Nýkomið úrvai afódýrum málmrömmum í stærðunum 9x12 ti 124x30 Rammar og gler Sólvallagötu 11 -Sími 1342 Keflavík FAXI-209
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.