Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 17

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 17
HELGI HOLM: 28. ÁRSÞING Dagana 7. og 14. nóvember fór fram 28. ársþing ÍBK. A þessu þingi lét Garðar Oddgeirsson af formennsku og Ragnar Marínós- son tók við. í grein þessari er hug- myndin að grípa niður í ársskýrslu ÍBK og sérráða þess og geta ýmissa þátta úr hinu fjölbreytta starfi. Stjórn ÍBK 1982- 1983: Formaður Garðar Oddgeirsson Frá ÍK Skúli Skúlason Nikulás Brynjólfsson Frá KFK Hermann Sigurðsson Ragnar Marinósson Frá UMFK Gunnar Jónsson Hörður Ragnarsson. Haldnir voru 29 bókaðir fundir og þar með eru stjórnarfundir ÍBK orðnir 607. Formaður handknattleiksráðs var Magnús Bjarnason. Formaður knattspymuráðs var Magnús Daðason. Formaður körfuknattleiksráðs var Gunnar Valgeirsson. Meðlimaf jöldi aðildarfélaga var: Badmintonfélag Keflavíkur 130 félagar íþróttafélag Kefalvíkur 240 félagar Knattspyrnufélag Keflavíkur 970 fél. U ngmennafélag Keflavíkur 980 félagar íþróttahús Keflavíkur hefur reynst mikil lyftistöng fyrir ÍBK. Þar fer fram þróttmikið æfinga- og keppnisstarf. ÍBK hafði forgöngu um að koma upp þrekþjálfunar- tækjum og auka þau enn á nota- gildi hússins. Starfsstjóri, Jón Jó- hannsson, og annað starfsfólk hússins befur reynst íþróttafólki ÍBK og áhorfendum eins og best hefur verið á kosið. Pær íþróttagreinar sem helst em stundaðar eru knattspyrna, körfu- knattleikur, handbolti, judo, borðtennis, badminton og blak. íþróttafólk ÍBK náði margt góð- um árangri á árinu. Kannski ber hæst ágætur árangur í körfu. Þar unnust íslandsmeistaratitlar í nokkrum flokkum. Einnigeignuð- ust júdómenn íslandsmeistara. Fyrir utan þróttmikið iþrótta- starf, þá vekur athygli góður ár- angur ÍBK á fjármálasviðinu. Þrátt fyrir, að það kosti gífurlegt fé að reka alla þessa starfsemi, þá er efnahagsstaðan jákvæð og mikil festa og öryggi í fjármálum. Er ekki að efa, að þar svífi andi for- mannsins yfir vötnum. Samtals voru rekstrartekjur ÍBK á árinu rúmlega4.7 milljónir. Þess er minnst í ársskýrslu ÍBK að fyrsti formaður þess, Hafsteinn Guðmundsson, hafi á árinu orðið sextugur. Það er ósk þess sem þetta ritar, að ÍBK megi ávallt halda sér fersku og ungu í anda sem Hafsteinn. Iþróttahúsið hefur orðið mikil lyftistöng fyrir íþróttastarf í bæmim. Stjórn ÍBK hefur haldið reglu- lega fundi með sérráðunum og eru slíkir fundir til gagns bæði fyrir sér- ráðin og stjórnina. Haustið 1982 hófust æfingar hjá UMFK í blaki. Á undanfömum árum hafa ,,01d boys“ stundað blak en nú hófust í fyrsta sinn reglulegar blakæfingar fyrir yngra fólk. í sumar var unnið að fullnaðar frágangi frjálsíþróttasvæðis og á allt að vera tilbúið fyrir Landsmót- ið 1984. Hefur íþróttasvæðið smátt og smátt verið að fá á sig betra svipmót og nú hefur verið ákveðið að byggja sundlaug á svæðinu. Er gert ráð fyrir bæði inni- og útilaug. Formaður ÍBK á sæti í íþrótta- ráði og er Garðar varaformaður þess. Fyrr á árinu lagði hann fyrir ráðið svofellda tillögu: „Styrkur Keflavíkurbæjar til ÍBK verði sem hér segir: ÍBK fái frí afnot af öllum íþróttamannvirkjum í Keflavík, til æfinga og keppni. Beinn peninga- styrkur falli niður.“ Ráðið mælti með tillögunni og var hún síðan samþykkt í bæjar- stjórn til reynslu í eitt ár. Telja verður, að þetta fyrirkomulag hafi gefist vel. KEFLVÍKINGAR - SUÐURNESJAMENN Höfum fengið til sölu 2ja og 3ja herb. íbúðir í þessu glæsilega sambýlishúsi við Heiðarholt í Keflavík. fbúðunum verður skilað tilbúnum undirtréverk, öll sameign fullfrágengin og húsið málað að utan. Einnig verður gengið frá lóð og bílastæðum. Beðið verður eftir Húsnæðismálastjórnarláni. Upplýsingar um söluverð og greiðsluskilmála verða gefnar á skrifstofunni að Hafnargötu 27, Keflavík. Byggingarverktaki er Húsagerðin hf. FASTEIGNASALAN HAFNARGÖTU27 KEFLAVÍK SÍMI1420 FAXI-217
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.