Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Síða 18

Faxi - 01.12.1983, Síða 18
Ljósm. Heimir. KARLAKÓR KEFLAVÍKUR 30ÁRA Þann 1. desember sl. voru 30 ár liðin frá því að Karlakór Keflavík- ur var stofnaður. Starfsemi kórsins hefur ávallt verið þróttmikil og nú á tímamót- um minnast margir þakklátum huga, þess góða framlags, sem Karlakórinn hefur lagt af mörkum í söng og félagsstarfi, um leið og kórnum eru færðar bestu framtíð- aróskir. Núverandi formaður kórsins er Jóhann Líndal og fer hér á eftir ræða hans á 30 ára afmælishófi kórsins. K.A.J. Veislustjóri, góðir gestir. A 30 ára afmæli Karlakórs Keflavíkur verður að stikla á stóru um sögu kórsins, svo mál mitt taki ekki of langan tíma frá þessu fjöl- menna og virðulega samkvæmi. Karlakór Keflavíkur var stofn- aður 1. desember árið 1953. Aðal- hvatamaður að stofnuninni var, hinn 25 ára gamli klarinettuleikari, Guðmundur Norðdai. Stofnfund- urinn var haldinn í Sjálfstæðishús- inu í Keflavík, um 20 ungir og áhugasamir söngmenn sátu fund- inn. Fyrsti formaður var kosinn Jón Tómasson. Æft var fram á vor og næsta vetur, en fyrsti konsert- inn var svo haldinn um vorið árið 1955. Söngmenn voru þá 24, af þeim sungu nú í dag, á 30 ára af- mælistónleikunum, 6 söngmenn, af þeim hafa 4 félagar sungið með kórnum óslitið, þeir Magnús Jóns- son, Jakob Indriðason, Jón Krist- insson og Karl Björnsson, hinireru Bjami J. Gíslason og Gunnar Jó- Jóhann Líndal, formuður Karlakórs Keflavíkur. hannsson. Fyrsti undirleikarinn var Fritz Wheissappel. Það ljóð sem fyrst var sungið var ísland eftir Sigurður Þórðarson við texta eftir Huldu. Kórinn starfaði fyrstu árin með hefðbundnum hætti, æft tvisvar í viku á ýmsum stöðum, síð- an sungið fyrir styrktarmeðlimi, og andvirði aðgöngumiða notað til að greiða söngstjóra, undirleikara og annan kostnað og reynt að ná end- um saman fjárhagslega. Árið 1957 söng kórinn með drengja og telpnakór úr Bama- og Gagn- fræðaskóla Keflavíkur, og árið 1963 með Kvennakór S.V.F.Í. í Reykja- vík. Frá árinu 1965-67 með kvenn- röddum. Vorið 1966 fór þessi 62 manna kór í söngferðalag til Vest- fjarða ásamt mökum. Var Esjan tekin á leigu til fararinnar. Til gamans má geta þess að hún kost- aði með fullu fæði í 4 sólarhringa, kr. 62.300, sem deildist niður á 140 manns, eða tæpar 500 kr. pr. mann. Árið eftir fór svo þessi stóri hópur til írlands í ógleymanlega söngkeppni áhugamannakóra. Þar fékk kórinn 3. verðlaun sem var 1600 £ peningaupphæð. í báðum þessum stóru ferðum kórsins var hinn kornungi Þórir Baldursson stjórnandi hans. Árið 1981 fór svo kórinn ásamt eiginkonum og nokkru fylgdarliði til Týról, heimabyggðar okkar ágæta þáver- andi söngstjóra, Sigurðar Demenz Franssonar, sú ferð var ógleyman- leg. Eins hefur kórinn farið í lengri og skemmri ferðir hér innanlands, og öll hafa þessi ferðalög verið á þann veg að auka vináttu og góða kynningu milli félaganna, og eins höfum við kynnst söngmönnum víðs vegar á landinu. Þá má ekki gleyma þeim fjölmöfgu kórum sem hafa heimsótt okkur, þar hef- ur sannast hið fornkveðna: ,,Sá sem syngur ber ekki hatur í hjarta“. í 30 ára sögu Karlakórsins, hafa að vísu komið lægðir í raðir kórfé- laga, sem svo hafa fyllst aftur. Fé- lagar hafa aldrei verið fleiri en nú, 54 talsins, en hafa farið niður í 17. Frá upphafi hafa söngstjórar verið 13. Þeir sem lengst hafa stjórn- að kórnum eru þeir Herbert H. Ágústsson í 7 ár, Guðmundur Norðdal í 6 ár og Sigurður Dem- enz Fransson í 4 ár. Undirleikarar hafa verið 9. Sú sem hefur sýnt þessum óstýriláta kór mestu þolin- mæðina í gegnum árin er frú Ragn- heiður Skúladóttir, hún hefur ver- ið undirleikari í 10 ár. Agnes Löve lék undir í 5 ár og Fritz Weiss- happel í 3 ár. Á söngskrám kórsins frá upphafi eru 420 lög, sum að vísu flutt oftar en einu sinni. Oftast hefur Karlakór Keflavíkur sungið Pílagrímakórinn úr óperettunni Tannhouser eftir R. Wagner, eða samtals 7 sinnum. Fyrst var hann fluttur á 10 ára afmæli kórsins árið 1963. Þá var Herbert H. Ágústs- son stjórnandi. Hann hafði það fyrir venju að flyta efni eftir ts- lenska höfunda fyrir hlé, á sínum konsertum, en eftir hlé voru verk eftir heimsfræg tónskáld, eins og Wagner, Brahms, Verdí, Schubert og Foster, svo einhverjir séu nefndir. Það verða raunverulega ekki þáttaskil í þessum félagsskap fyrr en 26. maí 1976, eftir að fyrsta skóflustungan er tekin að félags- heimili kórsins að Vesturbraut 17- , Það var einn af stofnendunum. Bergsteinn Sigurðsson, sent fram- kvæmdi það verk. Til þess að þreyta ekki veislugesti um of verð- ur ekki rakin byggingarsaga te- lagsheimilisins hér, en aðeins ma geta þess að kórfélagar hafa unnið í sjálfboðavinnu við bygginguna yfir 40 þúsund vinnustundir. Efn hæð hússins er svo að segja fullfra- gengin, metin á tæpar 6 milljónir og skuldlaus, eign kórsins í húsinu er um 11 milljónir. Þessir hlutir hafa ekki skeð af sjálfu sér, þar eiga margir hlut að máli, einstakl- 218-FAXI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.