Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Síða 23

Faxi - 01.12.1983, Síða 23
Skúli Magnússon Bamastúkan Nýársstjaman 80 ára Fyrir framan videóið. Næstkomandi nýársdag 1984, verður barnastúkan Nýársstjaman nr. 34 í Keflavík 80 ára. Stúkan er elsta stafandi félagið í Keflavík. Hún var stofnuð á nýársdag árið 1904. Árið 1886 höfðu félagar í stúk- unni Voninni nr. 15 í Keflavík gert tilraun til að stofna barnastúku, en ekki tekist. í mars 1888 gerðu Vonarfélagar aðra tilraun og stofnuðu barnastúkuna Barna- lukku nr. 6. Starfaði sú stúka með hléum fram yfir aldamót. í rúm tvö ár starfaði engin bamastúka í Keflavík. En á nýárs- dag 1904 var stúkan Nýársstjama stofnuð. Aðalstofnandi hennar var Ágúst Jónsson, síðar hrepp- stjóri. Á stofnfundinum gengu inn 14 börn auk fullorðinna félaga úr stúkunum Voninni og Haföldu. Meðal barnanna, sem gerðust stofnfélagar voru þær Framnes- systur, Guðlaug ogJónína. Gæslu- menn fyrstu sex árin voru Einar Einarsson koparsmiður og Jón Jónsson trésmiður. Árin 1916-17 lagðist stúkustarf niður í Keflavík, en á skírdag 1919 var Nýársstjaman endurvakin. Þá voru þær Guðlaug Guðjónsdóttir (f. 1891, d. 1977) og Anna Guð- jónsdóttir kosnar gæslumenn. Um haustið 1919 lét Anna af störfum, en Jónína, (f. 1895, d. 1982), systir Guðlaugar, var kosin í hennar stað. Önnuðust þær Framnessyst- ur um stúkuna næstu 49 árin og undir þeirra stjórn varð Nýárs- stjarnan fjölmennasta barnastúka landsins. Hafa fáir þegnar þessa lands unnið barnastúkunum jafn mikið starf og þær systur. Á nýárs- dag 1972 afhenti þáverandi forseti íslands, Kristján Eldjám, þeim systrum riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu, fyrir störf þeirra að æskulýðsmálum. Um það voru menn almennt sammála, að sú orðuveiting hefði verið fyllilega verðskulduð, svo mjög sem orðu- veitingar eru stundum umdeildar. Fljótlega eftir að þær systur tóku við stúkunni jókst félaga- fjöldi hennar mjög. Þær systur höfðu líka góð tækifæri til að ná til mikils fjölda barna þar sem þær stunduðu kennslu. 1923 voru fé- lagar orðnir á annað hundrað. Um 1940 óx félagatala enn og þegar systurnar létu af störfum gæslu- manna 1968, voru félagar á sjötta hundrað. Þegar félagafjöldi fór að vaxa varð að skipta stúkunni í eldri og yngri deildir, þar sem erfiðlega gekk að fá hentugt húsnæði handa svo miklum fjölda. Auk hinna venjulegu funda- halda hefur stúkan jafnan haldið hátíðlegt afmæli sitt seinni hluta vetrar ár hvert. Þar koma bömin sjálf fram og flytja upplestur og söng, leikþætti og skrautsýningar. Einnig hefur hlutavelta lengst af verið árlegur viðburður. Ferðalög og grímuböll, diskótek og skemmtifundir hafa tíðkast. Vinna börnin mest að þessu sjálf undir leiðsögn gæslumanna. Þegar Framnessystur létu af störfum 1968 tóku nýir gæslumenn við. Fyrir eldri deild: sr. Björn Jónsson og Hilmar Jónsson. En yngri deild önnuðust þær Aðal- björg Guðmundsdóttir og Óla Björk Halldórsdóttir. Nú síðustu árin hefur Hilmar Jónsson verið að mestu einn með stúkuna, en Soffía Karlsdóttir hefur aðstoðað hann. Það er augljóst, að til að halda jafnfjölmennri stúku starfandi og Nýársstjörnunni, þarf að leggja fram geysimikila vinnu. Alltaf þarf A afmœli unglingareglunnar. - Gengið til kirkju. Árshátíð 1979 - Soffía Karlsdóttir og Þorvarður Guðmundsson. FAX1-223
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.