Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 30

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 30
leið: „Betra er að búa í eyðimerk- urlandi en með þrasgjarnri og geð- illri konu“.-Eitthvað hefurvaldið því að Salómon vildi komast enn lengra í burtu. - Eflaust hefur hann lent í rifrildi við eina úr kvennabúrinu og hugsað líkt og ís- lendingar ,,að betra sé að kaupa konu og léreft við ljós“. ; Það er ekki að ástæðulausu að táknið fyr- ir rifrildi á kínversku eru tvær kon- ur undir sama þaki. - Margir hafa orðið til þess að dá- sama konuna. Þar á meðal Mar- teinn Lúther, sem hóf hjónaband og fjölskyldulíf til vegs og virðing- ar. - Hann sagði fleyg orð, sem hljóða svo í þýðingu Jóns Thor- oddsen: Sá sem ekki elskar vín óð né fagran svanna, - verður alla ævi sín - andstyggð góðra manna. - Pað væri hægt að hafa mörg um- mæli um konur hér í kvöld. - Kvöldið myndi ekki endast í það. - En ég læt hér nokkur ummæli fljóta með, sem gætu komið sér vel fyrir þá karla sem hér eru. - Balsac sagði einhverju sinni ,,Ef konan elskar þig, fyrirgefur hún þér allt, - jafnvel afbrot þín. - Elski hún þig ekki, getur hún ekki fyrirgefið þér neitt, - ekki einu sinni dyggðir þínar“. - - Nietzsche benti á ,,að fram að þessu hafi karlmenn farið með konur eins og þær séu einhverjir undrafulgar, sem villst hafa til jarðar frá heimkynnum sínum á svæðum ljósvakans, - viðkvæmir, töfrandi ævintýrafuglar, - sem veita unað og gleði, en sem verða að lokast inni í búri til þess að þeir fljúgi ekki aftur á brott.“ - En nú held ég, satt best að segja, að kvennahreyfingin sé að snúa þessu við. - Alla vega fara þær ekki inn í búrin aftur. - - Aldur er konum viðkvæmnis- mál. - Sagt hefur verið að þrítugri konu veitist oft örðugt að muna aldur sinn. - Og lifi hún það af að verða fertug glatar hún öllu minni hvað aldurinn snertir. - Ég hygg að það séu margar minnislausar á ald- ur sinn hér í kvöld. - - Ymsir hafa bent á að margt fari úrskeiðis þar sem konur koma nærri. - Ekki veit ég hvort Hákon í Stapafelli kannast við spakmælið: ,,Ö11 verslun, sem konan hefír af- skipti af, fer út um þúfur“. - - Spánverjar segja aftur á móti að sé konan þín lágvaxin - þá skaltu beygja þig til að hlusta á ráð hennar. - Það sýnir að á Spáni eru kvennaráðin ekki köld. - Hitt hafa menn lengi vitað að hampi menn fagurri konu og fullri pyngju um of við aðra eigi þeir á hættu að menn taki hvorttveggja að láni. - - Konur ganga stundum æði langt í viðhorfum sínum. - Pað er ekki nóg með að þær vilji taka yfír í stjórnmálum og geta betur. - Kvenguðfræðingar samtímans hafa sagt í anda jafnréttisbarátt- unnar: -, ,Þú skalt biðja til Guðs, - hún heyrir til þín“. Pað tekur tíma að venjast þess háttar táknmáli og ekki ólíklegt að því fylgi þrumur og eldingar,- - Fljóthuga Inner-Wheel kona svaraði dóttur sinni þegar hún spurði: How do Lions maki love? - I don’t know dear. - All your father’s friends are Rotarians. - - Ég hef nú talað allt of lengi, enda var mér falið stórt verkefni. - Eitt er víst, konunni verður mikið fyrirgefið vegna þess að hún elskar mikið. - Pó er það svo að menn verða seint ánægðir. - Þegar ég gekk í hjónaband, sendi einn kunningi minn mér skeyti, - en hann hafði þá verið kvæntur í nokkur ár. - í skeytinu stóð: „Hamingjan hjálpi þér“. - Annar skólafélagi minn fékk skeyti á gift- ingardaginn á þessa leið: „Þetta er best fyrstu hundrað árin“. - Það er því ekki að undra þótt mér komi stundum í hug íslenskur vikivaki, þegar ég er að fást við hjúskapar- vandamál. - Sú er ástin heitust sem hundin er meinum er því hest að unna ekki neinum. En auðvitað sendi ég engan frá mér syngjandi þann vikivaka, heldur bendi ég fólki á, - það sem það veit en vill ekki trúa, - að í ástinni verði karl og kona eitt, - ekki eins, - heldur eitt. - - Jónas Hallgrímsson gerði sér grein fyrir því þegar hann orti. Háa skilur hnetti himingeimur, - blað skilur bakka og egg, en anda sem unnast - fær aldregi eilífð að skilið. - - Það er mála sannast að karl og kona geta ekki án hvors annars verið, - þrátt fyrir allar svipting- arnar. - Karl og kona eru í raun einn maður, samkvæmt hinni helgu bók. - Fyrst ég er farinn að vitana í þjóðskáld verð ég að lokum að vitna í rússneskan málshátt, - enda þótt slíkt uppátæki sé þjóðhættu- legt í augum sumra, - málshátt, sem Jón Böðvarsson gæti hafa kennt mér og er eitthvað á þessa leið: „Gómsætt er vínið, þegar fagrar konur fylla hornin". - Höf- um þau orð í huga þegar við drekk- um vínið rauða til hinna fögru kvenna hér í kvöld. - Við dáum þær allar, en elskum aðeins eina. - Ólafur Oddur Jónsson. Suöumesjamenn! Óskum öllum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkará Suður- nesjum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum samstarfog viðskipti á liðnum árum. Keflavíkurverktakar Keflavíkurflugvelli Sími 1850-1655 230-FAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.