Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Síða 33

Faxi - 01.12.1983, Síða 33
Ávarp Einars Egilssonar SkyLdfólk, tengdafólk og gestir. Veriö öll hjartanlega velkomin til þessa fyrsta ættarmóts afkom- enda heiðurshjónanna Guðrúnar Guðbrandsdóttur og Jóns Guð- mundssonar á Hópi. Ég heiti Ein- ar Egilsson og er sonur Sigurlínar, sem var ein af Hópssystkinunum, en svo voru böm þeirra Guðrúnar og Jóns oft nefnd. Ég mun vera yngsta núlifandi barnabarn gömlu hjónanna. Tildrög þess að við erum hér samankomin má segja að séu þau að undanfarin ár hefur það oft bor- ið á góma meðal skyldfólks Hóps- systkinanna að halda ættarmót til minningar um þau Guðrúnu og Jón á Hópi. Fyrir einu og hálfu ári lágu leiðir okkar Valdemars Jónssonar fyrst saman vegna ættfræðiáhuga okk- ar. Valdemar er sonur Jóns Guð- jónssonar fyrrverandi prests á Akranesi, sem aftur er sonur Mar- grétar eins Hópssystkinanna. Jón er elsta núlifandi barnabarn gömlu hjónanna, fæddur 31.5. 1905. Valdemar hefur um nokkurt skeið safnað upplýsingum um afkom- endur þeirra, en ég hef aftur áhuga á forfeðrum þeirra og þá sérstak- lega kvenlegg Guðrúnar ömmu. Fljótlega barst í tal hve gaman og gagnlegt væri að halda ættarmót afkomendanna, en framkvæmdar- áhuginn magnaðist þegar séra Björn Jónsson, tengdasonur séra Jóns á Akranesi hvatti okkur til að ríða á vaðið. Við höfðum svo sam- band við allmargt skyldfólk okkar og alls staðar fékk þessi hugmynd mjög góðar undirtektir. Með til- styrk þeirra Kristins Reys, Guð- mundar A. Finnbogasonar, séra Björns, Jóns Gíslasonar og Kjart- ans L. Pálssonar, hrintum við þessu svo í framkvæmd. Guðrún Guðbrandsdóttir for- móðir okkar var fædd 4. júlí 1852, dóttir Elínar Jónsdóttur yngis- meyjar og Guðbrands Jónssonar gifts vinnumanns, bæði til heimilis á Vestri-Geldingalæk, Rangár- völlum. Pannig er þetta skráð í kirkjubækur. Guðrún ólst svo upp með móður sinni á heimili ömmu sinnar Val- gerðar Sigurðardóttur og seinni manns hennar Lofts Guðmunds- sonar á Vestri-Geldingalæk. Jón Guðmundsson forfaðir okkar var fæddur 15. maí 1850, sonur hjón- anna Jórunnar Jónsdóttur Ijós- móður og Guðmundar Bjarnason- ar bónda á Alftahóli A-Landeyj- um. Þaú Guðrún og Jón eignast svo sitt fyrsta bam, Guðmund (seinna kallaður Guðmundur eldri) 2. september 1875. Þá er Guðrún vinnukona á Skálmholts- hrauni Olafsvallasókn og Jón vinnumaður á Sólheimum. Pau flytja til Grindavíkur 1878 og hefja þar búskap og sjósókn. Gifta sig 25.10. 1881 og eignast 11 böm á Hópi, eitt þeirra deyr ungt, en hin ná öll fullorðins aldri sem má heita sérstakt í þá daga. Jón deyr svo frá hópnum úr lungnabólgu 30. mars 1894 aðeins 43 ára gamall, en Guðrún brýst áfram af fádæma dugnaði með að- stoð Guðmundar eldri, sonar síns og kemur sjálf meirihluta barna- hópsins upp. Guðrún andaðist 12.3. 4937 og er þá búin að vera í allmörg ár hjá Dagbjörtu dóttur sinni í Keflavík. Gömlu hjónin hvfla bæði í Stað- arkirkjugarði. Börn þeirra sem öll eru látin voru þessi: Guðmundur eldri f. 2.9. 1875 Athugið I Brekkubúð er býsna margt í matinn. Sendum heim jólapöntun. BREKKUBÚÐIN Tjarnargötu 31 - Keflavík - Sími 2150 - Sundlaug - Heitir pottar - Vatnsnudd - Gufubað - Sólbekkir Biðröð við vatnsnuddið vinsæla-baðlífertilheilsubótar. SUNDHÖIi KEFLAVÍKUR SÍM11145 FAX1-233
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.