Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Síða 38

Faxi - 01.12.1983, Síða 38
Jón E. Unndórsson, iðnráðgjafi Suðumesja: Efla verður iðnað á Suðumesjum íslendingum flestum hefur verið það ljóst í nokkum tíma að land- búnaður og sjávarútvegur geta ekki séð neysluþjóðfélagi okkar fyrir öllum þeim gjaldeyristekjum sem við þurfum á að halda þannig að lífskjör okkar séu í líkingu við lífskjör annarra norrænna landa. Ofaná þetta bætist að ofangreind- ar atvinnugreinar að viðbættum þjónustugreinum verða ekki þess megnugar að taka við þeirri fjölg- un á atvinnumarkaðnum sem fyrirsjáanleg er á næstu árum. Þess vegna fer þeim fjölgandi sem segja að efla verði iðnaðinn, smáiðnaðinn og stóriðjuna, og gera hann í stakk búinn að geta tekið á móti fólksfjölguninni og færa okkur þær gjaldeyristekjur sem við þurfum til að viðhalda þeim lífskjörum sem við höfum búið við á síðustu árum. En víkjum nú að stöðu iðnaðar- ins í dag. Höfum við lagt okkur sértaklega fram við að skapa iðn- aðinum þannig skilyrði að hann megi rækja hlutverk sitt er að ofan greinir eins og best verður á kosið? Að mínum dómi höfum við ekki gert það. Eg mun nefna nokkur dæmi: 1. Fyrirgreiðsla sjóða og banka hefur ekki verið nema htið brot af því sem aðrar atvinnugreinar hafa fengið. Af útlánum Byggðasjóðs hefur 10% verið varið til iðnaðar. Greinar sjávarútvegs og landbún- Jón E. Unndórsson. aðar hafa fengið óverðtryggð lán á ca. 38% vöxtum á meðan lánsveit- ingar til iðnaðar eru verðtryggðar. Lán úr iðnþróunarsjóði hafa verið að fullu gengistryggð við Bandaríkjadollar. Vextir af útlán- um sjóðsins á síðasta ári voru 102%. Iðnrekstrarsjóður sem er ætlað það hlutverk að auka út- flutning iðnaðarvarnings og auka samkeppnishæfni ísl. iðnaðar á innlendum og erlendum mörkuð- um o.s.frv. hafði aðeins ca. 15 millj. úr að spila á síðasta ári. Til stendur að leggja iðnrekstrarsjóð niður á næsta ári. 2. Byggðastefnan, eins og hún hefur verið í framkvæmd á síðast liðnum árum, hefur birst í offjár- festingum í óarðbærum fjárfest- ingum. Byggðastefna, sem stuðlar að því að halda landinu í byggð er nauðsynleg en ég er á móti því að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum sem óarðbær eru frá upphafi. Fyrr eða síðar leggjast shkir staðir í eyði er byggja afkomu sína á slíkri ríkis- forsjá ef ekki verður hugað að nýj- um arðvænlegum atvinnugrein- um. 3. Hlutdeild tæknilærðra manna í stjórnsýslu landsins hefur verið mjög lítil. Þetta hefur gert það að verkum að ráðamenn miða allt út frá þeim hefðbundnu atvinnu- greinum sem þjóð vor hefur byggt afkomu sína á, á síðastliðnum ár- hundruðum. Skýrslur sérfræðinga verða hillumatur. Ráðamenn skilja þær ekki, og þurfa því að fá túlkun á þeim. Skipaðar eru nefndir til að fjalla um þær. Málið dregst og nefndirnar komast oft að öðrum niðurstöðum en þeim sem ráðgef- endur komust að áður. Enn eru skipaðar nefndir og markaðsfor- sendurnar breytast vegna þess að aðrar þjóðir eru á undan og hafa hafið framleiðslu. Öll ofangreind dæmi hafa tafið iðnaðarbygginguna í landinu. Sjóða- og bankakerfið ásamt byggðastefnunni hafa dregið taum landbúnaðar og sjávarútvegs og ráðamenn í lykilstöðum hafa ekki haft næman skilning á hagsmuna- málum iðnaðarins. Atvinnumál Suðurnesja hafa nokkrum sinnum verið til umræðu á Alþingi íslendinga. í þessu sambandi vil ég minnast á þingsályktunartillögu sem sam- þykkt var 6. maí 1978, og þings- ályktun um Suðumesjaáætlun, sem samþykkt var á Alþingi 15. maí 1979. Fyrri þingsályktunartillagan fjallaði um könnun á atvinnulegri og félagslegri aðstöðu byggðarlag- anna í nágrenni Keflavíkurflug- vallar. Sú seinni var öllu ítarlegri en fjallaði um alhliða atvinnuupp- byggingu á Suðurnesjum og um bráðabirgðaskipulag hráefnisöfl- unar og skynsamlega nýtingu fisk- vinnslustöðva á Suðurnesjum. Til- laga var flutt til þess að leggja áherslu á nauðsyn nýrra og skipu- legra vinnubragða og uppbygg- ingu útgerðar, fiskiðnaðar og nýrra iðngreina á Suðurnesjum. Framkvæmdastofnun var síðan falið að gera svokallaða Iðnþró- unaráætlun fyrir Suðurnes sem lauk í nóvember 1980 og lögð var fyrir S.S.S. næsta ár. Mjög voru skiptar skoðanir um ágæti tillagna þeirra er í áætluninni voru en samstaða náðist um sköp- un iðnráðgjafa. Kostnaðurinn af iðnráðgjafastarfseminni er borinn uppi af samtökum sveitarfélag- anna en heimild er í fjárlögum að hlutur ríkisins sé allt að helmingur heildarkostnaðarins. Iðnráðgjafastarfsemi með ein- um ráðgjafa er rekin í öllum lands- hlutum að Vestfjörðum undan- skildum. Við setningu laganna um iðn- ráðgjafa frá 31. des. 1981 var skip- uð samstarfsnefnd um iðnráðgjöf í landshlutum, SIL-nefnd, sem hafði því hlutverki að gegna að sjá um samræmingu iðnráðgjafa- starfsins. Nefndina skipa fulltrúar frá Iðntæknistofnun, Rannsóknar- ráði ríkisins, Iðnarðarráðuneyti og Framkvæmdastofnun. SIL-nefndin hefur einn starfs- mann á sínum snærum sem á að sjá um samræmingarstarfið. Að mínum dómi hefur samræm- ingarstarfið gjörsamlega mistek- ist. SIL-nefndin hefur lagt höfuð- áherslu á samskipti við erlendar stofnanir og ráðstefnur með er- lendum yfirmönnum opinberra stofnana og auk þess hefur nefndin Ingvar Agnarsson: Jólastjaman Ljósin stjarna lýsa um Ijúfa jólanótt; þau vilja hrellda hugga, þá hér er allt svo rótt. Þau hrosa og þau benda öllum börnum upp tilsín. Þar ein er stjarna alskœr sem öllum fegurskín. Hún blikar og hún breiðir sitt blik um lönd ogsjá; hún lokkar og hún laðar svo lífið gleðjast má. Sú jólastjarnan stóra, sem starir himnifrá, hún öllum börnum boðar guðs blessun jörðu á. 238-FAXI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.