Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 43

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 43
ÆVIMINNINGAR KARLS G UÐJÓNSSONAR ANNAR HLUTI I þríðja sinn á Aust- fjörðum Sumarið eftir þá lenti ég á Mjóa- firði, hjá Benedikt á Borgareyr- inni. Þar var ég ráðinn til að vera á árabát með sonum hans tveimur, Benedikt og Hermanni, en það varð aldrei neitt úr þeirri útgerð svo ég varð bara landmaður, en hann gerði út mótorbát og Georg Pétursson, sem var í Njarðvíkum, var formaður. Hann var faðir Jóns B. Georgssonar á Brekku. Georg var með klárari formönnum, sem ég hef komið á sjó með. Þannig vildi til að Sveinn, sem var einn af fjórum sonum Benedikts, var mik- ið gefinn fyrir búskap og sá um búskapinn, en þarna voru stór tún og mikill heyskapur. Einn daginn þegar Georg og menn hans voru búnir að landa, en við sem í landi vorum, vorum að keppast við í heyskapnum, heyin að verða þurr og komið aö hirðingu, þá gerir hann svona skvettu út fjörðinn og það tekur að rigna og gerði tölu- verðan storm. Georg kemur upp á tún og segir við Svein að nú verði að vinda bráðan bug að því að bjarga bátnum, því hann sér farinn að berjast við bryggjuna. Sveinn hefur þá einhver orð um það, að þeir verði að hafa hraðann á til bjargar. Ég var þarna áheyrandi að þessu, svo ég segi að ég skuli hjálpa til og hraða mér niður á bryggju og setja í gang. Var því tekið með þökkum. Síðan förum við með bátinn frá bryggjunni og leggjum honum. Urðum við síðan að bíða góða stund áður en fært þótti að fara í Iand, því það var svo hvasst. Seinna um daginn þegar ég hitti Svein, þá segir hann: „Heyrðu Kalli, viltu ekki bara taka aö þér að vera vélamaður á bátnum í sum- ar.“ ,,Ertu vitlaus maður, ég kann ekkert til þess. “ ,,Ja, heldurðu að þú viljir ekki reyna,“ segir hann. Og ég féllst á það að ég skyldi fara einn róður, en ef eitthvað mis- lukkaðist hjá mér færi ég ekki annan. Svo fer ég í róðurinn og allt gengur vel á útleiðinni. En við fór- um alla leið út í Kistu, en það var fisksælt mið á þessum slóðum. Georg Pétursson formaður, Brekku í Njarðvík. Gangurinn var ekki meiri en það, að við vorum 9 tíma á leiðinni. Við leggjum línuna og drögum hana og fiskum fulla lestina. Vegna þess hve langsótt var náðust ekki nema í hæsta lagi fjórir róðrar á viku. En mjög vel fiskaðist þarna á þessum tíma, mátti heita fullur bátur í hverjum róðri. Þegar við vorum lagðir af stað í land í þessum um- rædda róðri, segir Georg við mig, að ég skuli bara leggja mig. Ég tók því með þökkum, en segi honum að hann þyrfti að smyrja í glasið og kassann af og til og fer svo og legg mig. En rétt og ég er að festa blund steinstoppar rokkurinn. Ég hend- ist upp og aftur í og segi við strák- inn sem var við stýrið: ,,Hvað kom fyrir?“ ,,Ja, ég veit það ekki, en það slitnuðu stýritaumamir." En þannig var að sá sem stýrði sat í gati fyrir aftan rúffið og hafði taumana á hnjánum. En gat var á pallinum fyrir neðan og taumarnir voru það langir að þeir löfðu nið- ur. Höfðu þeir komist niður um gatið og festibolti á samsetnings- múffu á öxlinum hafði gripið í lykkjuna á taumunum og öxullinn snéri honum utan um sig og sleit loks tauminn á hnjánum á mannin- um. Það varð til happs að bandið var ekkert of sterkt. Pað var verst að olíurörið frá tanknum sem var aftur í lá þarna rétt með öxlinum og fram að vél, og taumarnir höfðu einnig slegist um olíurörið ogsnúið því utan unt öxulinn svo það var gormað um hann, þegar ég kom þarna að. Ég byrjaði á því að skrúfa fyrir tankinn svo olían læki ekki niður og vafði svo rörið ofan af, en það var ónothæft því það var slitið frá beggja vegna, þannig að flánsarnir voru eftir í rónum. Ég veit náttúrlega ekkert hvað ég á að gera og er algerlega í vandræðum, ráðalaus, sé engin ráð til bjargar. Ekkert rör til um borð svo ég viti til. En eftir mikla leit finn ég þó svona ca. 20 cm langan rörstubb með flansi á. Svo mér dettur í hug, ja þetta nær ekki aftur í skut í tank- inn. Pá kemur næsta hugsun. Flyttu tankinn fram. En það var ekki aðgengilegt. Þá var það næsta, hvort hægt væri að finna ílát, sem hægt yrði að skorða ná- lægt vélinni. Ein fata var til um borð, og ég tek hana og get stillt henni upp og skorðað hana á milli banda. Fylli ég hana síðan af olíu og þá náði rörstubburinn niður í olíuna. Svo varð ég að skrúfa þrýstirörið frá til þess að geta sogið olíuna með kjaftinum upp fyrir sogventilinn, því þetta var ekki það þétt að hægt væri að dæla olíunni upp yfir báða ventlana. Síðan prufa ég dæluna og þá spýt- ist olían upp. svo ég set rörið við og set í gang og við keyrum í land með þessum útbúnaði. Þegar í land kom frétti viðgerð- armaður, sem þama var og hét Engelhard Svensen, hvemig ég hafði farið að undir þessum kring- Laus staða Viö embætti bæjarfógetans í Keflavík, Njarövík og Grindavík og sýslumannsins í Gullbringusýslu er laus til umsóknar staða aðalbókara. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 20. desember nk. BÆJARFÓGETINN í KEFLAVÍK, NJARÐVÍK OG GRINDAVÍK. SÝSLUMAÐURINN í GULLBRINGUSÝSLU 25. NÓVEMBER 1983. JÓN EYSTEINSSON. FAXI-243
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.