Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1983, Side 51

Faxi - 01.12.1983, Side 51
ÓSKABARN GRINDVÍSKRA KVENNA Síðari hluta sumars 1923 fór fram athugun á því hvort takast mætti að stofna kvenfélag í Grindavík. Félagslíf í byggðarlag- inu var fábreytt um þær mundir, lestrarfélagið ,,Mímir“ var að vísu starfandi og einnig stúkan ,,Pörf“, sem átti lítið samkomuhús, það eina á staðnum. Athafnarými þessara félaga var takmarkað og kennske hefur vantað eldmóðinn, sem er aflgjafi allrar meiri háttar starfsemi. Stríðsarmæða, farsótt og frostavetur, höfðu nýverið þjakað þjóðina og aldamóta bjart- sýnin hafði hlotið af því hnekk. Deyfð og losarabragur var á flest- um félagsmálum. Hugmynd um stofnun nýs félags fór því eins og eldur í sinu, - alls staðar var rætt um stofnun kvenf- élags og sýndist sitt hverjum. Ein fárra kvenna í Grindavík sem þá hafði hlotið framhaldsmenntun var Ingveldur Einarsdóttir frá Garðhúsum. Hún átti eftir að koma mikið við sögu félagsins, auk annarra menningarmála byggðarlagsins. Hún skrifaði af- mælisgrein urn félagið í 1. tbl. Faxa 34. árg., er KvenfélagGrindavíkur átti 50 ára afmæli. Gef ég henni nú orðið: . Guðrún Þorvarðardóttir kemur fram á sjónarsviðið ,,Svona er anda félagsmálanna hér komið fyrir 50 árum, - en þá kemur fram á sjónarsviðið kona, Guðrún Þorvarðardóttir í Asi hér í sveit, kona, sem hafði kynnzt starfi kvenfélaga í Rvík og Hafnar- firði, hafði hrifist af þessari starf- semi, fengið á henni brennandi áhuga og séð hverju hægt myndi að áorka með slíkum samtökum og góðum vilja. Eftir mikið undir- búningsstarf tekst henni svo að stofna hér félag hinn 24. nóv. 1923, með 23 konum, og hlaut það nafnið Kvenfélag Grindavfkur. Það er þriðja kvenfélagið, er stofnað var á sambandssvæði Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Fyrir voru Kvenfélag Lágafellssóknar og Kvenfélagið Gefn í Garði. Nú eru félögin 12 á þessu sambandssvæði og telja á þrettánda hundrað fé- laga. Fyrstu stjórn félagsins skipa þær: Guðrún Þorvarðardóttir, form., Ólafía Ásbjörnsdóttir, Garðhús- um, gjaldkeri, og Ingibjörg Jóns- dóttir, skólastjóri, ritari. Var Guðrún svo form. félagsins þrjú fyrstu árin, en baðst þá ein- dregið undan endurkosningu, og þá var Ingibjörg Jónsdóttir kjörin form. og gegndi því starfi í 22 ár samfleytt, eða til ársins 1948, og hafði hún þá átt sæti í stjóminni 25 ár, eða alla tíð frá stofnun félags- ins, en lét nú af störfum vegna las- leika. Hennar stjómarstarfi var þó ekki lokið, því árið 1956 er hún enn kjörin formaður, og er það til ársins 1961. Átti hún því sæti í stjórn félagsins í 30 ár og þar af formaður í 27 ár. Ingibjörgu rann til rifja gróðurleysi Skagans Kvenfélag Grindavíkur hefir alla tíð og fram á þennan dag haft á að skipa mörgum ágætiskonum, en ég held að ég geri engri þeirra rangt til þótt ég haldi því fram, að engri einni konu á þetta félag eins ntikið að þakka og Ingibjörgu. Fé- lagskonur kunnu líka vel að meta starf hennar, og þegar hún var 60 ára, stofnuðu þær sjóð henni til heiðurs og settu henni í sjálfsvald, hvernig varið yrði. FORMENN KVENFÉLAGSINS FRÁ UPPHAFI Gudrún Þorvaldsdóttir. Ingibjörg Jónsdóttir. Lattfey Gttðjónsdóttir. FAXI-251

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.