Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1983, Page 59

Faxi - 01.12.1983, Page 59
Hópurinn rétt knminn úl á gólf og ekki búinn að átta sig fullkomlega, því stuttu seinna voru lœtin ogfjörið svo mikið að ekki náðist almennileg mynd. hópnum í sund, en í þá dýrð hafði maður ekki komist í langan tíma. Niður í miðborgina dreyfðust Bretarnir, og sem sannir túristar voru lopapeysur keyptar fyrir síð- ustu ferðapeningana. Eitt kvöldið var slegið upp diskóteki fyrir leiðangursfólkið og sleppti það af sér öllum beislum og lét eins og kýr er sleppa út í fyrsta skiptið á vorin. Þær þrjár nætur er dvalið var í Tónabæ, var stór hluti hópsins er gerði minnst að því að sofa, heldur sat uppi við og masaði og sagði sögur af skemmtilegum atvikum ferðarinnar. Farið var í hinn svokallaða „Golden Tour“ þar sem kíkt var á Gullfoss, Geysi, Skálholt og fleiri staði í, því miður, frekar drunga- legu veðri svo hin íslenska náttúra fékk ekki að skarta sínu fegursta. Endað var uppi í skíðaskálanum í Hveradölum, þar sem innbyrður var ekta íslenskur þjóðarréttur. Þar héldu helstu menn ferðarinnar þakkarræður og einnig voru þau okkar sem ,,erlend“ voru (Bretar þykjast alltaf vera heima hvar sem er), leyst út með bindi og beðin að segja nokkur orð. Þegar maður stóð í þeim sporum leið manni ekki yfirmáta vel enda ekki fögur tilhugsun að sjá kannski ekkert af þessu fólki aftur og för svo að kökkur kom í hálsinn á sumum, sem og í manni sjálfum án vellu- legrar væmni. Þetta má kallast lokapunktur ferðarinnar því morguninn eftir var haldið út á Keflavíkurflugvöll og endanlega kvaðst. Ævintýrinu var lokið. Reunion „Aldreið að segja aldrei, því aldrei getur aldrei orðið aldrei“. Þessi orð sagði mætur maður eitt sinn við mig og þau sönnuðust, því síðastliðinn janúar fór ég á svokall- að Reunion (endurkoma/hittast). Að kvöldi þriðjudags þann 4. janúar ákvað ég að fara út til Eng- lands, þann 5. flugfar pantað og hringt út til að boða komu mína og þann 6. janúar flogið út. í Englandi dvaldi ég í Surrey í útjaðri London á heimili drengs eins, er á Grænlandi hafði verið. Á föstudeginum var svo aðalástæða fararinnar, þ.e. reunion-ið sem haldið var í húsnæði B.S.E.S. í London. Fyrir hádegið var farið yfir kostnaðarhliðina á leiðangr- inum, kosið í ráð, málin rædd, gagnrýnd og bent á kosti og galla o.fl. í þeirn dúr. Eftir hádegið var aðal atriðið, þ.e. ,,slide-myndasýning“ ogaðal- fararstjórnin rakti ferðasöguna. Einnig voru viðurkenningar veitt- ar fyrir bestu dagbókina og annað í þeim dúr. Um kvöldið var svo safnast saman á heimili og góðar stundir rifjaðar upp. Laugardeginum og sunnudegin- um var varið til að skoða stórborg- ina, sem verður að kallast yfir- borðsleg skoðun á henni. Fyrir- hugað hafði verið flug heim til ís- lands á sunnudagskvöldinu, en ekki gekk það, út af snjókomu, eins og þær orðuðu það í upplýs- ingum á Heathrow-flugvelli, en þá hafði snjóað 3 - 5 cm yfir helgina. En yfir nóttina var dvalið á hóteli á kostnað Flugleiða, en ekki var þar með öllu lokið, því er á flugvöllinn var mætt daginn eftir, var okkur sagt að fyrst yrði flogið til Luxem- bourgar og þaðan til íslands, því sætafjöldinn passaði alveg uppá að Óskum viðskiptavinum og starfsmönnum Oíf farsœls hotnandi árs! ckum viðskiptin á liðnu ári Netaverkstœði Suðurnesja Sími2470 FAXl-259

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.