Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 63

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 63
hann viö þaö um tíma. Hann var laghentur vel, og þótt verkfæri og áhöld væru oft af skomum skammti, þá gat hann sjálfur gert við skó fjölskyldunnar og þannig drýgt tekjurnar, sem oft vom rýrar hjá verkamönnum á þessum tímu- m kreppuáranna. Guðjónína var mjög vel gefin kona og myndarleg í öllum sínum verkum, enda fengið gott vega- nesti frá Vatnsnesheimilinu, sem var annálað fyrir reglusemi og myndarskap. Hannyrðir léku í höndum hennar og báru ýmsir hlutir þess ljósan vott. En hlut- skipti hennar í lífinu var ekki að sinna skreytilist, nema að því leyti, sem hægt væri að sameina það vinnunni við að koma upp fatnaði á barnahópinn og annað til heimil- isnota. Var þá sama hvort um saumaskap, prjón eða hekl var að ræða. í þá daga var ekki sjálfsagt á alþýðuheimilum, að hafa milli handa ný og góð efni til að vinna úr, heldur varð að nýta hverja spjör, af þeim eldri og annað, sem til féll, og vinna upp og laga á þau yngri. Hún spann líka, lengi vel það band, sem notað var. Sauð- skinnsskó gerði hún lengi vel og voru þeir aðallega notaðir sem inniskór og inn í stígvél. Fallegir voru þeir og mjúkir með nýprjón- uðum fleppum, segja dætur henn- ar, og frumraun þeirra í prjóna- skap var einmitt að prjóna leppa í slíka skó. Það var einkennandi fyrir Guð- jónínu, hve hún söng mikið við vinnu sína og hversu létt henni fórst að sameina vinnu og tilsögn við nám barnanna. Skólaljóð og sálma söng hún með þeim og lét þau lesa Iexíurnar upphátt og spurði síðan út úr. A kvöldin var það fastur siður að lesa fyrir börnin, þegar þau voru komin í rúmið, sögur eða ævintýri, og síðan voru bænimar lesnar sameiginlega. Vinkona Agústu, dóttur Guð- jónínu, og kunningjakona þeirra systkina sagði einu sinni: ,,Þegar ég lít til baka til bernskuáranna, þá eru það jólin í Asgarði, sem lýsa upp í minningunni. Þegar við gengum kringum jólatréð og mamma þín söng með okkur jóla- sálmana og maður upplifði í sann- leika þessi orð skáldsins: Hvert fátækt hreysi höll nú er, því guð er sjálfur gestur hér.“ Jólatréð var þó aðeins heima- smíðað, grænmálað og um einn og hálfur metri á hæð. En það var gersemi í augum barnanna, þegar búið var að skreyta það og tendra kertaljósin á öllum greinunum. A aðfangadagskvöld fékk hver sinn poka með smávegis sælgæti í til eignar og aðrir voru látnir á tréð, því sameiginlega hafði verið unnið að gerð þeirra fyrir jólin. Það er ekki alltaf mikið, sem þarf til að gleðja böm, og ekki er víst, að margar og dýrar gjafir skilji eftir dýpri spor og bjartari minningar í huga bamsins, en þótt minna væri í borið. En Guðjónína gaf sér tíma til að gera það, sem nú mundi vera kall- að að föndra með börnum sínum. Hún var snillingur í að búa til bolluvendi, kenna þeim að sauma öskupoka, prjóna og sauma á dúkkurnar o.fl. Og stundum í góðu veðri fór allir, bæði heimilis- fólk og gestir út á tún í boltaleik. Það er kannske það, sem gleymst hefur í öllu lífsgæðakapp- hlaupinu og kröfunum, að gefa af sjálfum sér, svo ríkulega, að böm finni til öryggis, gleði og sam- kenndar, sem nauðsynlegt er, til að byggja upp heilbrigt líf. Alþýðufólk á ofanverðri 19. öld og fyrrihluta þeirrar 20. mátti flest heyja erfiða lífsbaráttu og fóru þau hjónin ekki varhluta af því. Á þessum ámm var Sigurður mjög heilsuveill. Hann var mjög veill í lungum og lá á hverju ári, lengur eða skemur af völdum lungnabólgu. Ofan á það bættist, að tvö elstu bömin fengu snert af brjósthimnubólgu. Það má kann- ske kallast vel sloppið á þeim árum, er berklamir lögðu svo marga að velli. Við, sem nú lifum í öryggi hinna margvíslegu trygginga og aðstoðar samfélagsins, þegar eitthvað bját- ar á, getum eflaust varla gert okk- ur í hugarlund erfiðleika þeirra tíma. Allt þetta varð til þess að um og eftir áramótin 1929-30, ákváðu þau hjónin að flytjast búferlum til Suðurnesja, og keyptu jörðina Ás- garð á Garðskaga. VarGuðmund- ur Sigurðsson, skipstjóri í Reykja- vík, frændi Sigurðar, hans aðal hjálparhella í þeim viðskiptum, eins og oft fyrr og síðar. Þeir vom bræðrasynir og var mjög kært með þeim alla tíð. Þetta reyndist þeim gæfuspor. Heilsufarið batnaði, þau undu hag sínum vel í Ásgarði og var sá stað- ur þeim ávallt einkar kær. Blessuð sé minning hinna mætu hjóna. Ragnar Guðleifsson. GUÐJONINA SÆMUNDSDÓTTIR F. 19. nóv. 1892. D. 18.JÚU 1960 Kveðja til móður. Mjög er mér tregt tungu að hræra tárin því streyma hvörmum frá. Þess bið, að líknar Ijósið skœra, lýsi þér himna vegi á. Þinn eiginmaður eftir lifir, áist og samleið þakkar þér. Þeirri samleið alltafyfir, ástar sólin birtu ber. Elsku móðir, öll við þökkum elsku þína, er hvergi brást. Við kveðjum þigmeð huga klökkum, kœrleik þinn og móðurást. Sem amma varstu gœfog góð, gladdir ávallt barnsins hjarta. Skildir allt svo skilningsgóð, skarta mun þín minning bjarta. Tengdabörnin þakka þér, þúi varst þeim sem besta móðir. A vallt birtu yfir ber, œvi þinnar, hér um slóðir. Er leiðir skiljast hér í heimi, mín hinsta kveðja flutt er þér. Eg minning þína góða geymi, svo glœsta og bjarta í huga mér. Lifðu heil í himna sölum, helgur Drottinn þig svo leiði. Til endurfunda í engladölum, okkur Drottinn veginn greiði. O. Sigurðsson. Kveðja til langafa SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR Öllum þú annst vökull sem vær, Ijúfvar þin lund hver minning vor kær. Traust var þín trú sem styrkasta brú, sú stoð sem þú berð í hjarta oss nú. Um aldur og eilífð við þreyjum þann þrótt, sem barst þú í brjóst vort dag hvern og nótt. Við þökkum kær kynni og kveðjum að sinni. Guð faðir gefi gjöfult þitt minni. Óli Sæm. FAXI-263
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.