Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 67

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 67
Ég hygg að h'tið sem ekkert hafi verið um viðleguskip á Ströndinni, innan við Brunnastaði. Þaðan var oftast mikið langræði sérstaklega frá bæjunum fyrir innan heiði. Það er að segja Flekkuvík, Vatnsleys- um og Hvassahrauni. Agúst Guðmundsson („Endur- minningar“) segir að bátafjöldi í Brunnastaðahverfi 1703 hafi verið 114 bátar. Til sönnunar því hefi ég komist yfir 114 formannavísur, um þá sem reru hér þá. Og víst var ekki minna útræði í Vogum, Hól- um og Njarðvíkum , segir Agúst. Sýnist mér Arni Ola taka þetta orðrétt upp, en sleppir að sjálf- sögðu Njarðvíkum í bókinni „Strönd og Vogar“. í bókinni ,,ís- lenskir sjávarhættir“, II. bindi bls. 41, er athugasemd frá höfundi. Þar segir: ,,En staðreyndin er, að þá reru úr öllum Vatnsleysustrandar- hreppi 117bátar.“ Þessi upptalning hér að framan sýnir fram á að mér finnst lítið gert úr útvegi á Ströndinni einmitt á því tímabili, sem „íslenskir sjávar- hættir", II. bindi, fjallar helst um. Það skipulag á opnum skipum sem núna er farið að kalla Engeyjarlag, tel ég að hafi þróast hér við sunn- anverðan Faxaflóa á síðustu öld. Það voru skip sem voru góðir sigl- arar í beitivindi og létt í róðri, enda víða langræði. Þá sérstaklega á Vatnsleysuströnd innarlega og Innnesjum. Um eða rétt fyrirsíðustu alda- mót voru íbúar á Vatnsleysuströnd um eitt þúsund manns. Til saman- burðar voru þá Reykvíkingar á sjöunda þúsund. A síðustu öld var mikill uppgangur á Vatnsleysu- strönd. Þegar lengra er litið, kemur í ljós, eftir annálum, að fyrir siða- skipti var Viðeyjarklaustur búið að eignast allar jarðimar á Vatns- leysuströnd nema Kálfatjöm, Bakka og Flekkuvík, sem vom kirkjujarðir. En tala jarða þá á ,,Ströndinni“ var 18 jarðir, þaraf3 kirkjujarðir eins og fyrr segir. í Suðurnesjaannál Sig. B. Sivertsen, Útskálum segir: „Slag- ur milli Enskra og Hamborgara í Hafnarfirði 1518. Fengu Ham- borgarar sér til liðs 48 menn af Þýskum frá Vatnsleysu, Keflavík og Bátsendum. Af þeim komu ei aftur nema 8,“, en það er nú önnur saga. Ég vitna í þessar sagnir til að sýna fram á að á Vatnsleysum (Minni og Stóru) hefur verið tölu- verð útgerð á þessum tíma eins og Keflavík og Bátsendum. Erlendir kaupmenn á þessum tíma setja sig ekki niður annars staðar en í eða í nánd við góð fiskiver. Við túnjaðarinn á Stóm-Vatns- leysu eru flatir ekki stórar sem heita Búðabakkar og þar versluðu þýskir. Sjór hefur gengið þarna mikið á landið og eytt því. Ekki sjást þar lengur nein ummerki bygginga fyrrum. Um siðaskipti 1551 leggur konungur undir sig allar jarðir á Vatnsleysuströnd, sem Viðeyjar- klaustur átti, 15 að tölu, en þrjár aðrar jarðir vom kirkjujarðir, Kálfatjörn, Bakki og Flekkuvík, eins og áður sagði. Einokun hefst 1602, og er þá þýskum bannað að versla á Vatnsleysuvík. Þá rennur í garð tímabil, tæpar tvær aldir, sem erfiðastar hafa verið íslendingum. Til dæmis, með annarri áþján, voru kvaðir á þeim er sátu konungsjarðir að róa á „kóngs- skipum“, opnum skipum, sem konungur átti og gerð voru út á hans vegum. Með eftirliti Bessa- staðamanna að sjálfsögðu. En fljótlega á 19. öldinni fer að birta til. Annáll 1817 segir, seldar kon- ungsjarðir í Gullbringusýslu og voru þá jarðirnar á Ströndinni loksins komnar í bændaeign aftur eftir um 3 hundmð ár. Það má segja að það skipti sköpum ásamt betri verslunarmáta. Sennilega hefur útgerð á Vatns- leysuströnd náð hámarki árin frá 1870 til 1894 þó að komi á því tíma- bili nokkur fiskileysisár. Þá var komin um 100 ára þróun veiða í þorskanet, það er að segja frá ár- um Skúla fógeta, en hann var fyrstur manna til að koma íslend- ingum til að nota það veiðarfæri. Kristleifur Þorsteinsson frá Stóra-Kroppi, skrifar, að 1880 hafi komið 1.200 aðkomumenn til róðra á Vatnsleysuströnd. Þá em sennilega innan við 1.000 manns búsettir þar. Ágúst Guðmunds- son, Halakoti segir í bókinni „Endurminningar“ - þættir af Suðurnesjum.: „í kringum 1890 voru búsettir á Ströndinni og Vog- unum 939 manns og alls ekki færri sjómenn (aðkomumenn) frá mið- góu til 10. maí.“ Eftir þessum töl- um er óhætt að reikna með að 12 til 15 hundruð sjómenn hafi róið á vetrarvertíð á Ströndinni og í Vog- unum. Ef reiknað er með 5 mönn- um á hverja fleytu, skip og báta (skip voru kölluð sexmannaför og stærri en bátur fjögramannafar og tveggjamannafar), þá fer ekki hjá því að töluvert hátt í 300 skip og bátar hafi verið gerðir út á vetrar- vertíð á þessu tímabili, þegar mest var. Hafa ber í huga að 9 til 11 hafa verið á stærstu skipunum, jafnvel meira, en tveir á minnstu bátun- um. Ég hef til dæmis heyrt að frá Vatnsleysum hafi róið, þegar mest var, 60 skip og bátar. Ekki hefi ég neinar sannanir fyrir þessum fjölda. Það fylgdi þessari tölu að skipin hefðu verið 20 en bátamir 40. 1. desember var síöasti gjalddagi útsvara og aðstööugjalda álagöra 1983. Þeir sem enn hafa ekki greitt gjöld þessi að fullu, eru beðnir aö gera þaö nú þegar til aö forðast aukinn innheimtukostnað. Athugið að 4% dráttarvextir falla á van- greidd gjöld, séu þau ekki greidd fyrir 15. hvers mánaðar. Innheimtustjórinn í Keflavík. s Oskum lesendum FAXA gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu. UMBOÐSSKRIFSTOFA JÓNS TÓMASSONAR HAFNARGÖTU 79 - KEFLAVÍK FAXI óskar lesendum sínum nær ogfjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári FAXI-267
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.