Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1983, Page 68

Faxi - 01.12.1983, Page 68
MARGRET JAKOBSDÓTTIR FERÐAMINNINGAR FRÁ RÚSSLANDI ferfíér blrtast "•"íoZTí"" haustlð J9S2 í þessari ferð okkar dvöldum við í Moskvu, Leningrad og Sochi við Svartahaf. Þetta var hópferð á vegum Samvinnuferða, 28 saman, undir góðri fararstjórn Borgþórs Kjærnested. Til Moskvu flugum við frá Kaupmannahöfn eftir 5 daga dvöl þar. Farskjótinn var Ilusin 62, þota frá Eroflot, rússneska flug- félaginu, sem er stærsta flugfélag í heimi, flýgur til 89 þjóðlanda og flytur 100 milljón farþega árlega. Reyndar eru allar einingar svo stórar í Rússlandi, að við, frá litlu eylandi eigum bágt með að skynja stærðir þar rökrétt, og okkur hætt- ir til að vera með bamalegan sam- anburð. Landsvæðið spannar yfir 22.4 milljónir ferkflómetra, - sem er þrisvar sinnum stærra en Banda- ríki Norður-Ameríku, - eða 1/6 af þurrlendi jarðar, og 11 klst. munur er á sólaruppkomu austasta og vestasta hluta ríkisins, og í Evrópu Margrét Jakobsdótlir. nær landið norðan úr Barentshafi suður að landamæmm Tyrklands. íbúafjöldinn er 270 milljónir, og það eru 100 þjóðarbrot - 15 sam- bandslýðveldi og 20 sjálfsstjórnar- héruð. Við vorum ákaflega full af for- dómum þegar við lentum í Moskvu, - bókstaflega hrædd við þetta margumtalaða lögregluríki. En það var ástæðulaust. Það er mjög gott að vera ferðamaður í Rússlandi, enda mikið af þeim, og þar af Bandaríkjamenn fjölmenn- ir. Við komuna til Moskvu tók á móti okkur elskuleg rússnesk stúlka, sem heitir Anna. Húnferð- aðist með okkur allan tímann, gætti hagsmuna okkar í hvívetna og var alltaf til reiðu ef við þurftum á henni að halda. í Moskvu búa 8 milljónir manna. En að auki dvelja þar að jafnaði 2 milljónir ferðamanna bæði erlendir og innlendir. Hótel eru þar flest mjög stór. Við bjugg- um á 2500 gistiherbergja hóteli sem heitir Cosmos-þ.e. Alheimu- r. Það var byggt 1980. Þar er af- greiðslan eins og á meðal flugstöð á alþjóðaflugvelli. í Moskvu byrjuðum við á að skoða Rauða torgið, sem er fagurt og stórbrotið með sínum loga- gylltu turnum Kreml og hinni ægi- fögru Basildómkirkju fremst á torginu. Við fórum í 3 klst. biðröð til að sjá Lenin á líkbörunum og urðum þá vitni að þeim sið ungra brúðhjóna - þetta var á laugar- degi, giftingardegi, - sem storm- uðu í brúðarskartinu, áreiðanlega 100 pör, öll með fagra blómvendi til að færa Lenin og einnig á leiði óþekkta hermannsins. Við skoðuðum Metro - neðanj- arðarbrautina, sem tekin var í notkun 1935, sem er mjög full- komið umferðarnet um þessa miklu borg. Aðgangseyrir er 5 kópekar (sama sem 1 kr.), sá sami í dag og hann var 1935 þegar hún var opnuð. En frítt fyrir börn. Stöðvarnar eru allar eins og lista- söfn, hver stöð með sérstökum stfl og allt úr marmara - meira að segja alveg niður á brautarteina, og hvergi rusl eða drasl að sjá og eng- ar auglýsingar, - ekkert nema snyrtimennsk'a hvert sem litið er. Þá skoðuðum við Listasafn Moskvuháskóla. Þar voru verk eftir alla stórmeistara heims svo sem Rembrandt, Goya og verk, frá allt að 1. öld eftir Krist. Þar stóð þá einnig yfir yfirlitssýning verka eftir Picasso - 200 verk - ýmissa tíma Iistaferils hans. Minjasafn Lenins skoðuðum við. Moskvuháskóla á Lenínhæð- um, Olympíu svæðið, auk venju- legra skoðurnarferða um borgina sjálfa. í þeim ferðum kom á óvart bflamergðin. Allar götur og breið- stræti - sem eru þó allt upp í 12 akreinar - fullar af bflum. - Auð- vitað allir rússneskir. Allar ár- gerðir allt frá 1955. Svo voru hinar svörtu Limosín bifreiðar fyrir- manna - langar og glæsilegar, og önnur eldri gerð þeirra, yfirhlaðin krómi líkt og gamlar bandarískar gerðir, þeir bílar voru gjarnan orðnir leigubílar í dag. Engin einbýlishús fyrirfinnast í Moskvu, allir búa í blokkum, sem ríkið á. Þú mátt búast við að þurfa * Fyrir framan Vetrarhöll Péturs mikla í Leningrad. 268-FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.