Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1983, Page 70

Faxi - 01.12.1983, Page 70
sem þetta hótel Shemshuzhina haföi uppá að bjóöa, var aðeins fyrir hina útvöldu gesti hótelsins, sem að stórum hluta voru erlendir. Hótelin voru annars mismun- andi eins og reyndar annars staðar. í Rússlandi eru allir gengnir til náða löngu fyrir miðnætti og var það engin undantekning þama. - Urðum við lítið vör við næturlíf í þeirri mynd sem er í vestrænum ferðamannastöðum. Frá því um kl. 7 eftir kvöldmat, fram á hátta- tíma gekk fólk hönd í hönd um hina fögru upplýstu almennings- garða, horfði út á Svartahafið á upplýst skemmtiferðaskipin sigla hjá, eða sat á bekkjum og lét rómantíkina gegntaka sig á nýjan leik. A hverju kvöldi voru tónleikar ýmiss konar í konsertsölum bæjar- ins, þar sem fólk keypti sig inn, en þeir sem ekki fengu miða, gátu auðveldlega fylgst með því sem fram fór á bekkjum fyrir utan, því salirnir voru flestir opnir, þaklaus- ir eða hliðar opnar. Björgvin Hall- dórsson og hljómsveit hans skemmti þama hálfum mánuði eftir að við fórum. - Cirkus er þarna starfræktur og fleira í þeim dúr. En þú labbaðir ekki inná skemmtistaði, eða snackbari eins og á vesturlöndum. Þú fórst heim á hótel ef þig langaði í einhverjar veitingar eða því um líkt. Nú, þegar heim er komið og ferðin komin í safn minninganna kemur í ljós að þrátt fyrir að við höfum ferðast mikið um dgana og nokkuð víða, - þá skilur þessi ferð lang mest eftir, og það eru margar ástæður til þess. Þátttaka okkar var ákveðin með aðeins fjögurra daga fyrirvara, - og við bjuggumst satt að segja ekki við miklu. Rússland er greinilega að hasla sér völl sem ferðamannaland, það sýndi ferðamannafjöldinn alls staðar þar sem við komum. Hundruðir langferðabíla merktir Intourist - ferðaskrifstofa ríkisins, sneisafullir af farþegum á götum borganna. En allt fyrirkomulag ferðamála kemur okkur samt einkennlega fyrir sjónir. Samt er skipulagið snurðulaust. Erlendar ferðaskrifstofur kaupa ferðapakka fyrir sína farþega og ákveða hvað á að vera með í kaup- unum. 1. flokks hótel, - 2. flokks hótel eða hvað annað. Við vorum á 1. flokki, sem er hliðstætt 4-5 stjörnu hótelum í Vestur-Evrópu, mjög glæsileg og ný, 2ja til 3ja ára gömul. En við vissum aldrei fyrr en á áfangastað, hvaða hóteli innan I. flokks við fengjum inni á. Eins var með matinn. Við vorum alls staðar í fullu fæði, en það voru engir mat- seðlar. Það var bara borið á borð fyrir okkur 4ra til 5 réttaður matur, mjög góður og mikill, en við feng- um aldrei að velja. Matsalir voru huggulegir og þjónustufólkið elskulegt. í skoðunarferðunum voru alltaf rússneskir leiðsögumenn ensku- mælandi, sem Borgþór túlkaði fyr- ir. Anna - rússneska vinkonan okkar, sem ég gat um áður, var leiðsögumaður bara í Moskvu, en á hinum stöðunum tóku aðrir á móti okkur hver á sínum heima- slóðum. Anna var þá bara eins og ein af okkur og í Sochi flatmagaði hún á ströndinni alla daga eins og við. Þessir leiðsögumenn, allt kon- ur, voru hámenntaðar í sögu og listasögu. Sú sem fræddi okkur í Leningrad var meira að segja próf- essor. Þær voru afskaplega fróðar og áttu gott með að miðla öðrum af þekkingu sinni, þannig að mjög gaman var að. Þær vissu einnig mjög mikið um ísland, veðráttu, listirogmenningu. Aldrei varð vart neins eftirlits með okkur og vorum við algjör- lega frjáls að því hvort við þæðum allar þessar skoðunarferðir eða þvældumst um ein, - eins og sumir úr hópnum gerðu, einkum þeir sem hreinlega höfðu ekki þrek í allar ferðirnar. Passaskoðun við komuna til landsins er mjög nákvæm, sömu- leiðs þegar landið er yfirgefið, en þess á milli sér maður varla lög- reglumenn, nema við umferðar- stjórn. Ovíða erlendis höfum við verið eins örugg um sjálf okkur og eigur okkar og þarna. Það kom oft fyrir að við vorum spurð hvort við vildum selja eitt- hvað, t.d. föt, vindlingakveikjara eða skó, en þegar við kváðum nei við, var það útrætt mál og bara brosað og kvatt. Aldrei reynt að beita fortölum. Við tókum þátt í messu í grísk- kaþólskri rétttrúnarðarkirkju, sem er algengust þama. Kirkju- byggingin var öll skreytt altaris- töflum frá gólfi upp í hvelfingar. Hún var troðfull af fólki, sem allt stóð upp á endann með kerti í hendinni í 3 1/2 klst. Svona gæti ég haldið áfram lengi. Það er svo margt sem þarna er öðruvísi, þetta er annar heimur. En að lokum get ég þó fullvissað ykkur um að það er vel þess virði að heimsækja þetta stóra land, það er fallegt, fólkið gott og það lætur þig alls staðar finna að þú ert aufúsugestur. Óskum starfsfólki okkar til sjós og lands, gleöilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum vel unnin störf á liðnum érum. Útgerð Gunnars Hámundarsonar

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.