Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Síða 76

Faxi - 01.12.1983, Síða 76
\ Valdimar Kristmundsson: GLÆFRASPIL SEM HEPPNAÐIST Akranesi, 4. júlí 1958. Fyrir réttum 38 árum fundum við hér í Faxaflóa og færðum til lands tundurdufl. Petta var vorið 1920 á vélbátnum Gullfossi frá Keflavík. Skipstjóri á bátnum var Albert Olafsson, sem nú býr við Hafnar- götu 22 í Keflavík, alþekktur sjó- sóknari og aflamaður. Vélstjóri var Þórarinn Brynjólfsson, Aðal- götu 4, dáinn. Hásetar voru: Magnús B. Guðmundsson, Vest- urgötu 7, dáinn, Vilhelm Ellefsen, Aðalgötu 10, Bragi Ólafsson, Edinborg, nú héraðslæknir á Eyrarbakka og ég undirritaður, þá allir frá Keflavík. Við vorum á útilegu á svoköll- uðum Köntum, en venjulega tók ferðin 8-10 daga. Alla þessa ferð var veður gott og öldulaus sjór. Einn daginn sáum við tundurdufl, en það var þá alvanalegt, eftir heimsstyrjöldina 1914- 1918. Við töluðum rækilega um hvað gera Valdimar Kristmundsson. skyldi, því við töldu, að duflið gæti orðið okkur eða öðrum að tjóni ef ekkert væri aðhafst. Vildu sumir að Iagt væri að duflinu og það tekið inn í bátinn, því að ekki þótti það vegna stærðar óviðráðanlegt. Varð það úr að skipstjóri legði að duflinu, og kom það í minn hlut að innbyrða duflið, og var það mjög auðvelt, því að ekki mun það hafa verið nema svo sem 35 - 40 kg að þyngd. Fórum við svo varlega með það sem við gátum og gættum fyllsta öryggis. Vöfðum það t.d. með strigapokum og geymdum það þannig um borð þar til við höfðum lokið veiðiförinni. Þegar komið var í land hringdi Albert til Sigurgeirs Guðmunds- sonar í Tjarnarkoti í Innri-Njarð- vík, en hann var þá hreppstjóri. Hann hafði aftur samband við þá- verandi sýslumann, Magnús Jóns- son bæjarfógeta í Hafnarfirði, er sendi mann af varðskipinu Fylla til þess að gera duflið óvirkt. Við at- hugun kom í Ijós að ,,takkarnir“ á duflinu voru óvirkir, en sprengi- efnið algerlega óskemmt. Var það sprengt í svokölluðum Vatnsnes- klettum með þeim afleiðingum að margar rúður brotnuðu heima á Vatnsnesi, en það mun hafa verið í 12 -1500 metra fjarlægð. Strákunum á Gullfossi var að Á vonum hálf illa við að hafa duflið svona lengi um borð, sérstaklega Magnúsi og vélstjóranum, en Braga og Vilhelm þótti ekkert að því að ala á þeirri hættu, sem þessu var samfara, þótt þeim findist ekk- ert athugavert við að geyma það þar til farið væri í land. Hér er ekki sagt frá þessu sem neinu afreksverki, heldur af því, að ég hef hvergi séð þessa getið, né heldur að vélbátur hafi tekið um borð tundurdufl og geymt um borð í viku og flutt það að landi til að gera það óvirkt, en þetta var gert á þessum litla báti. Gullfoss var 14 tonn að stærð, með 28 hestafla Alpha-vél, hin mesta happafleyta, enda orðlagður dugnaðarmaður, sem honum stjórnaði. Orðlengi ég svo ekki meira um þetta. okkar flytja ykkur bestu jóla- og nýársóskir frá okkur Gleðileg jól! Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. ÍSSTÖÐIN HF. GARÐI i 276-FAXI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.