Straumar - 01.04.1930, Blaðsíða 8

Straumar - 01.04.1930, Blaðsíða 8
2 STRAUMAR unnar athuguð dálítið nánar, og rök þau er til hennar liggja. Með æsku er hér átt við fólk, sem er að komast til vits og ára, segjum unglinga á aldrinum 14—25 ára. Og uppreisn æskunnar er hugsun, sem kunn er orðin í öllum löndum heims. Um hana liggja þegar fyrir milclar bókmentir. Sumt eru hversdagslegar bollaleggingár um betrun hennar, en flest eru lostafengin klámrit, sem sam- in eni og gefin út í gróðaskyni. Á allflestum er ekkert að græða. Þær gefa ekki meiri hugmynd um baráttu og við- fangsefni æskunnar, en skóiaskýrslur opinberra skóla, þótt setningar- og uppsagnarræður fylgi með. II. Eg veit, að það er djarft í ráðizt af mér, að ætla að skrifa um æskulýð nútímans. Eg er 31 árs að aldri og þessvegna of gamall til þess. Eg er svo gamal! að unga fólkið telur mig til annarar kynslóðar en sinnar eigin. Það er tilviljun, ef 15 ára drengur treystir að fullu þrí- tugum manni, talar við hann af einlægni og tekur mark á -orðum hans. Æska allra tíma hefir verið sammála um það að roskna kynslóðin sé flón. Og þegar lítið skilur á um skoðanir og lífsviðhorf heilla alda, eins og oft hefir átt sér stað, þá lítur æskan svo á, að hún sé góðgjörn og meinlaus flón. En þegar gagngerður munur verður skoð- ana og lífsviðhorfa á 10—20 árum, eins og nú hefir átt sér stað, álítur æskan eldri kynslóðina vera þröngsýn og meinviljuð flón. Það hefir oft skeð áður, og er ekkert við því að segja, sízt neitt ljótt. En það hefir hinsvegar jafnan mjög víðtækar afleiðingar. Foreldravaldið brotnar í mola, innihald sifjahugtakanna breytist, einku.ni að því er snertir skyldur og réttindi slíkra aðila, viðhorfið við þjóðfélaginu og stofnunum þess riðlast rneira og minna, ríkjandi siðferðishugtök missa algjörlega gildi sitt. Bróðír rís gegn bróður, barn gegn föður. Það þykja mörgum ægilegir atburðir meðan þeir eru að gjörast, en þó er ekk- ert annað um að vera, en að ný menningarhugsjón er að færast upp á yfirborð félagslífsins. Lífsmeiður þjóðanna skýtur nýju brumi í toppinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.