Straumar - 01.04.1930, Page 16

Straumar - 01.04.1930, Page 16
10 STRAUMAR legum viðrinum með háskalegu og' úreltu uppeldi. Hún vill ekki trúa kirkju, sem gerir félag við hergróðamorð- varga. Hún vill ekki láta ræna sig arði vinnu sinnar. Hún vill ekki ganga í hjónaband til þess að eiga böm, sem verða varnarlaust herfang örbirgðarinnar. Hún vill ekki þurfa að hata lífið og fyrirlíta mennina og bölva jörðunni. Hún gerir axarsköft, fer sér að voða, verður margt á. En hún trúir geiglaust á vitið, — á skipulag, á rétt- læti, á frið, á hamingju. — Og hún vinnur. — V. Þessi eru í stuttu máli andleg einkenni hinnar yngstu æsku Evrópu, öreigaæskunnar. Og með öreigaæsku er engan veginn átt við það, að meðal hennar finnist ekki margir, sem eiga einhvern hégóma pening, eins og jarðar- verð eða togara. Öreigaæskan þekkist ekki á eignafram- tali sínu, heldur andlegum viðhorfum og lífsstefnu. Og þessi andlegu einkenni eru söm við sig, hvort heldur kannað er í iðnfélögum verkamanna, í skemtifélögum þeirra eða lesflokkum, éða meðal stúdenta í háskólum. Munurinn er aðeins á þekkingu, uppeldi, eignum, vits- munum, ástúðleik og geðþekkni. En andlegur svipur er hinn sami. Þetta fólk vonar hins sama, vill hið sama, hat- ar hið sama. Höfuðeinkenni þess er, aðþað hefir sagt ríkjandi félagsskipulagi upp trú og hollustu. Og í þessu er fólgin uppreisn æskunnar í öllum löndum, þessu og engu öðru. Hún er ekki fólgin í kyn- óramærð þeirri, sem arðsjúkir bókaútgefendur gefa út handa iðjulausum borgarameyjum, til að lesa. Oddborgari eins og Ben Lindsay, málrófsskjóða eins og Thit Jensen, þekkja ekki uppreisn æskunnar. Uppreisn æskunnar er pólitísk. Og ef hún er ekki pólitísk, þá er hún ekki til. Það er uppreisn æskunnar óviðkomandi hvermg gjálíf- um borgarameyjum verði forðað frá því að gera foreldr- um sínum og ættingjum hneysu. Uppreisn æskunnar hef- ir ekkert að gera með tunglkomur og togleðursvörur. En

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.