Straumar - 01.04.1930, Blaðsíða 20

Straumar - 01.04.1930, Blaðsíða 20
14 8TRAUMAE eru fólg-in í því, að illa uppalinn, og óuppalinn og skóla- skemdur og borgaralega hugsandi tildur-lýður, er að launa fóstrið á >ann eina hátt, sem honum er fært að launa, og eins og til er stofnað, — með því að verða ómenni. Eg veit að vísu að til eru margar undantekningar frá þessu, og eg veit hitt einnig, að fjöldi barna á við þann hag að búa um húsnæði, matarhæfi, fatnað og alla aðbúð, að það stefnir að því að gjöra þau að aumingjum. Heimilin megna ekki að veita þeim heilsusamlega aðbúð, né skyn- samlega meðferð, skólarnir ná aldrei tökum á þeim með kyrsetum sínum og fræðagutli. Þau alast upp á götunni. utan við lög og rétt og umhyggju, ófriðhelg og réttdræp bílum og vögnum, ofurlitlir hnupplandi, hrekkjandi, skemmandi, skrökvandi uppreistarmenn. Eg held að upp- reisn íslenzkrar æsku sé aðallega fólgin í þessu tvennu. Og ef hún er það ekki, þá er hún af anda og toga öreiga- æskunnar. Og mér er sem eg sjái hver huggun sumum mönnum er í því. En hinsvegar munu flestir játa að fremur óviðfeldið sé, að láta stóran hluta æskumanna verða að óknytta- seggjum, ómennum og aumingjum, án þess að hafast eitt- hvað að. Eina úrlausnin er sú, að veita börnunum tíma- bært uppeldi. En á því er sá hængur að tímabært uppeldi, sem er í því fólgið að sjá á viðunandi hátt fyrir andleg- um og líkamlegum þörfum barnsins og leggja með því grundvöll vísindalegrar félagshyggju og lífsstefnu, auk sjálfsagðrar tamningar starfshæfileika hvers einstakl- ings, mun alstaðar hníga að því að gefa uppreisn æskunn- ar markmið og innihald, hefja hana upp úr því að vera ný útgáfa af siðleysi og vanköntum hinnar eldri kynslóð- ar. Hún verður öreigaæska í trássi við ætt sína og efna- hag, í trássi við trúarbrögð og venjur, í trássi við allt. Hjá því verður ekki komizt. Urn þetta tvennt á íslenzka þjóðin að velja eins og allar aðrar þjóðir. Og það ei' í rauninni ekki um nema eitt að velja. Vér verðum að taka upp síðari kostinn. Og vilji þjóðin ekki sjálf, þá verður valið tekið af henm. Atburðarásin sjálf mun taka af skaríð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.