Straumar - 01.04.1930, Page 23

Straumar - 01.04.1930, Page 23
S TBAUMAB 17 En um daginn datt það í mig- að beiðast leyfis til þess að sitja á fundi félags eins hér í bænum, af því að eg vissi, að vinur minn, sem eg met mikils, ætlaði að flytja þar erindi. Hann talaði í fullan klukkutíma. Er- indi hans var tilraun til þess að greiða úr mjög flóknu viðfangsefni, félagslegs eðlis. Eg vissi að skilningur hans fór í sumum atriðum mjög í bága við trú manna í félag- inu, en eg hefi aldrei séð svo prúða áheyrendur. Þetta var allt kornungt fólk. Það sat grafkyrt og hlustaði með athygli. Það lá við að íþað væri helgiþögn í salnum, — einhver sú alúð, sem mjög erfitt er að lýsa. Á eftir ei'ind- inu hófust umræður, en sama andlega andrúmsloftið ríkti í salnum. Það sló í talsverðar brýnur, það ólgaði í skai> inu, en yfir öllu sem fram fór hvíldi alvara og ró, djúp skilningsþrá og' lotning fyrir stórum viðfangsefnum. Og eg get ekki anað en dáðst að fundarstjórninni í þessu æskumannafélagi, reglunni, hlýðninni og siðprýðinni. Eg bar það saman við stúdentafélögin og skólafélögin, sem eg hefi verið í, og ýmis önnur félög sem eg þekki, þar á meðal þau, sem eg hefi sjálfur átt að stjórna, — ng eg varð gripinn sárri bl.vgðunartilfinningu. Og þetta voru óskólagengnir unglingar, flest verkamenn og iðnnemar, — íslenzk alþýða, öreigaæska. Eg segi frá þessu atviki hér af því, að það gladdi mig ósegjanlega, styrkti traust mitt á íslenzkum æskulýð og íslenzkri framtíð. En ekki sízt vegna þess, að eg hefi syndgað á móti lífsstefnu æskunnar, meðan eg sjálfur var barn og vissi ekki betur. Fyrir tíu árum, meðan þoka skólavitsins og tyllivonir urn allskonar borgaralegan hé- góma, höfðu vald á hugsunum mínum, þá hefði eg sjálf- sagt fyrirlitið þá dægradvöl, að setjast á bekk með þess- um unglingum. í dag verður mér hlýtt í huga við að hugsa um þessa litlu stund — af því, að hér sé eg í fyrsta sinni síðan eg kom heim, einkenni uppreisnaræskunnar, — fé- lagshyggjuna, alvöruna, djarfhugann, — þetta sem er gunnfáninn fyrir yngstu sveitum hugsandi þegna jarðar- innar. Og eg þykist vita, að slíks muni víðar að leita í bæjum og sveitum bessa lands. Sigurður Einarsson.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.