Straumar - 01.04.1930, Qupperneq 41
S T R A U M A K 35
honum blinda hlýðni við alla yfirboðara sína, bæði and-
lega og veraldlega. Leit þvi Sovjetstjórnin kirkjuna engu
ástúðarauga og taldi hana hið versta fótakefli þeirrar við-
leitni sinnar, að ala ungu kynslóðina upp i frjálsum mennt-
um, en kirkjan sá sér hinsvegar voða búinn af allri upp-
lýsingu og greip því til allra vopna, til að hamla á móti
„guðleysinu11. Gerðist brátt heitt á milli kirkju og ríkis,
og vildu hinir bráðustu sameignar-menn láta afnema kirkj-
una að fullu þegar í stað. Var þá mörgum kirkjum lok-
að fyrir ýmiskonar svik og pretti, sem þeim var borið á
brýn, en aðrar gerðar að kvikmyndahúsum eða teknar
til annara óvirðulegri afnota, og víða voru festar upp yfir-
lýsingar um það að trúin væri aðeins deyfilyf (opium)
fyrir fólkið. Sá þá rétttrúaða kirkjan eigi annað ráð vænna,
en að láta undan síga og kyssa á vöndinn og hefir siðan
verið friður að kalla á yfirborðinu milli forkólfa hennar
og stjórnarinnar, með því að prestum hefir verið strang-
lega fyrirskipað að láta sig stjórnmál engu skipta. En
undirniðri hefir óspart verið unnið að því, að grafa grund-
völlinn undan kirkjunni, bæði með því, að rita gegn henni
í blöðum og tímaritum og einkum með því að innræta
börnum í skólunum, að öll trú og guðsdýrkun sé ekki
annað en skrípaleikur og hégilja, fundin upp af svikulli
og ómerkilegri prestastétt. Hafa því unglingarnir hópum
saman snúið baki við kirkjunni og gert gabb að henni og
þar með trú eldra fólksins. Er talið að kirkjusókn, sem
var mjög góð áður, hafi þverrað um heltning að minnsta
kosti. og auk þess hafa dregizt úr höndum kirkjunnar
mikið af skirnum og giftingum, jafnvel fara greftranir
iðulega fram þannig, að enginn andlegrar stéttar maður
kemur þar nálægt. Afleiðingin af þessu hefir orðtð sú, að
margar kirkjur standa næstum auðar og fjöldi presta hef-
ir hreint og beint farið á vergang, en aðrir gerzt smiðir
eða framreiðslumenn og soðkarlar í veitingahúsum, eða
hvað annað, sem þeim hefir boðizt að gera. Theodor
Dreiser segir í bók, sem hann hetír nýlega skrifað um
Rússland (Dreiser Looks at Russia, New York 19‘2S), að
það hatí verið algengt hvar sem hann fór um Rússland,
3*