Straumar - 01.04.1930, Qupperneq 43

Straumar - 01.04.1930, Qupperneq 43
STEAUMAR 37 fyrir skömmu algerlega verið sviftar þeim rétti, að skifta sér nokkurn hlut af mannfélagsmálum eða líknarstörfum meðal almennings. Bannað sé að stofna ungmennafélög í sambandi við kirkjurnar og jafnvel forboðið að uppfræða þar börnin í trúarefnum. Trúboð alt hafi verið bannað og útgáfa trúmálarita. A síðasta ári hafi 300 baptista prestar verið settir í fangelsi og 500 kirkjum lokað. — En þetta gefur ekki nema litla hugmynd um ástandið, segir hann. Með aðstoð hinnar illræmdu leynilögreglu (G. P. U.) eru þúsundir manna teknir fastir fyrir trúmála starfsemi og dæmdir án vitundar almennings og jafnvel án vitundar ættingja sinna um það, hvað þeim hefir verið til saka gefið, til fangelsisvistar eða útlegðar til Síberíu. Ástæður fyrir þessari ofsókn telur Ilutchinson einkum þær, að frjálslynd prótestantisk kirkjuhreyfing hafi vaxið hröðum skrefum á Rússlandi á síðustu árurn, þrátt fyrir mótblást- ur skólanna gegn allri trú og hafi hinum æstustu stjórn- arsinnum líkað það stórmiður. Sömuleiðis hafi þeir óttazt um áhrif þau, er þessi nýja trúarstefna virtist hafa á unga fólkið, og jafnvel hugsað, að fyrir margvísleg sambönd við aðrar þjóðir, mundu protestantisku kirkjurnar snúazt öndverðar gegn sér. En þetta er talið fullkomlega ástæðu- laust. — Vita menn ekki hvar linna muni ofsóknum þess- um. Hyggja sumir, að hinir stiltari og gætnari meðal sam- eignarmenna muni brátt taka í taumana og afstýra frek- ari ofsóknum, en aðrir spá því, að frekar verði hert á öllum afarkostum. Virðist Sovjetstjórnin vera að taka hér samskonar víxlspor í trúmálum og stigið var í stjórn- arbyltingunni frönsku fyrir hálfri annari öld síðan og sagan slétti fljótlega yfir með kaldhæðni. Öll ofsókn, hvort sem hún er gegn „trúu eða „vantrúu, er af sömu haturs- rót runnin og er jafn fávísleg, því að hún hefir æfinlega öfug áhrif við það, sem henni er ætlað að hafa. Hugsun mannsins hlýðir engum ógnunum. Hún brýtur af sér alla hlekki og vex ásmegin við hverja mótspyrnu og rís hróð- ug upp af hverju píslarbáli. B. k.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.