Straumar - 01.04.1930, Side 57

Straumar - 01.04.1930, Side 57
STIiAUM A R 51 Fyrsta Pétursbréf er einn af dýrgripum N. T., lítil guðfræði í því, en djúpviturt og fagurt og bjartsýni mikil, mikið talað um vonina og því hefir Pétur verið kallaður postuli vonarinnar eins og Páll postuli trúarinn- ar og Jóhannes postuli kærleikans. Bréfið er skrifað til safnaða í Litlu-Asíu, sem hafa átt við ofsóknir að búa, en höf, hvetur þá til staðfestu og undirgefni undir hina veraldlegu valdhafa. Þetta þykir benda til þess, að brélið sé ritað nokkuð snemma, því að seinna snerust kristnir leiðtogar til haturs og fulls fjandskapar gagnvart embætt- ismönnum. Ofsókn sú, sem hér um ræðir, ætti þvi að vera sprottin af ofsókn Nerós á hendur kiistnuin mönnum í Róm, en skattlandsstjórarnir hafa eflaust notað hana sem tilefni til ofsókna heima fyrir. Höf. kallar sig fullum stöfum „Pétur postula Jesú Krists“, en ýmislegt hafa menn við það að athuga, telja margt mæla á móti því, að hann geti verið höf. bréfsins. Ur þessu máli verður ekki skorið. Margir hallast að því að Pétur postuli muni höf. og þá er bréfið ritað í Róm líkl. árið 65—67 e. Kr. þvi að erfikenningin segir, að Pétur hafi verið krossfestur í Neró ofsókninni fyrir 68. A n n a ð P j e t u r s b r é f er skrifað til kristinna manna almennt, og er höfuðefni þess að vara við villukennend- um, sem muni læðast inn í söfnuðinn. Bréf þetta stendur í mjög nánu sambandi við Júdasarbréfið (sjá siðar), og þvkir auðsýnt, að það sé samið utan um það. 2. kap. í 2. Pétr. er að mestu samhljóða Júd. Villukennendur þeir, sem ræðir um í báðum bréfunum er af flokki gnostíka, og skoðanir þeirra, sem sjást á efninu, benda til þess, að bréfin séu skrifuð snemma eftir aldamótin 10U. 2. Péturs- bréf lýsir því yfir, að höfundur þess sé Pétur postuli, en þar eð það er skrifað snemma á 2. öldinr.i, er auðsætt, að það getur ekki átt sér stað, því að Pétur er þá löngu dáinn. Höf. bréfsins hefir umsamið Júdasarbréfið móti and- stæðingunum og eignað Pétri, til þess að gefa því meiri kraft. Hver höf. er, er auðvitað ómögulegt að vita. Bréf þetta er yngsta rit N. T., líklega frá 130—150 e. Kr. Pyrsta Jóhannesarbréf Þetta bréf er einhver 4

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.