Straumar - 01.04.1930, Page 58

Straumar - 01.04.1930, Page 58
52 S T R A U M A R fegursta perla N. T., fult af djúpvitrum setningum og spakmælum. Annars er það eiginlega ekki bréf, því að það hefir ekkert bréfsform, heldur ritgerð eða prédikun sem beint er til allra kristinna manna. Þó geta menn sér þess til, að það sé ritað einkum tii safnaða í Litlu-Asíu. Tilgangur bréfsins er að berjast gegn villukennendum af flokki gnostika, og má af bréfinu sjá, að þeir hafa haldið fram svonefndri svipkenningu, en hún var sú, að Kristur hafi ekki haft neinn mannlegan líkama, heldur sameinast manninum Jesú í skírninni og yfirgefið hann fyrir pínuna. Þessi kenning leiddi til litilsvirðingar á lík- amanum og töldu þeir því leyfilegt að ata honum út i hvers- konar svívirðilegt athæfi, og af þessu leiddi hina mestu spillingu. Móti þessu berst bréfið. Engin leið er að finna neinn þráð í bréfinu, hugsan- irnar koma hver innan um aðra, síendurteknar með nýj- um og nýjum orðum, hvert spakmælið á fætur öðru. Andstæðurnar ljós og myrkur, líf og dauði, sannleikur og lýgi eru settar fram fyrir lesandann hver á fætur annari. Stíllinn er mjög likur og á Jóhannesar guðspjalli, og af því álykta menn, að þau séu skrifuð af sama manni, eða þá mönnum af sömu stefnu. Höf. hefir verið talinn Jó- hannes postuli Zebedeusson eins og hinna ritanna, sem kennd eru við Jóhannes. En bréfið, eins og guðspjallið, ber það með sér, að svo getur ekki verið, enda mun það ekki ritað fyr en um 100 e. Kr., mjög um sama leyti og guðspjallið; hvort sem höf. þeirra er sami maður, e. t. v. Jóhannes öldungur, (sbr. Straumar II. ár bls. 194—195). Annað og þriðja Jóhannesarbréf. Þessi bréf eru bæði örstuttar orðsendingar frá „öldungnumu til manna, sem hann væntir að hitta bráðlega. Guðfræði er engin í þeim, en það sést á 3. Jóh., að þar deilir öldung- urinn á þá stefnu, að söfnuðum sé stjórnað af föstum for- stöðumönnum í stað umferðapostula eins og áður var. Sýnist því bréfið vera skrifað um það leyti, sem fast form var að komast á safnaðarstjórnina, með biskupum og djáknum, og bendir það til þess, að þau séu skrifuð nokkru fyrir 100 e. Kr. Höf. þeirra er ekki Jóhannes postuli, en

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.