Straumar - 01.04.1930, Síða 61

Straumar - 01.04.1930, Síða 61
S T R A IT M A R 55 saman upp úr. Líklegast er þó, að höf. annars ritsins hafi heitið Jóhannes og verið mikilsmetinn í söfnuðum Litlu Asíu, en einhver annar hafi gengið frá ritinu og gefið það út. Opinberunarbókinni gekk lengi allilla að öðlast fast sæti í N. T. Var mikið um það tíeilt á 2. og 3. öld, hvort hún ætti að fá að vera með eða ekki, en Jóhannesar- nafnið mun hafa bjargað henni. En annars má segja, að hún hafi átt þangað lítið erindi, og margir góðir kristnir menn hafa amazt við henni. Hmsvegar hefir hún verið, og er enn hreinasta gullnáma fyrir ýmsa sérkredduflokka, einkum þá, sem hafa „slegið sér upp“ á predikunum um bráðan heimsendi. Má þar tii nefna þá, sem okkur eru kunnastir, Adventistana. Beita þeir Op. sömu svikabrögð- um og Daníelsbók, ýmiskonar fáránlegum útreikningum, og finna út eftir henni, að þeir, Adventistamir sjálfir. séu þeir einu, sem „hvítþvegið hafa skikkjur sínar í blóði lambsins", og eigi sér von um inngöngu í hina nýju Jerú- salem. Sem eitt dæmi upp á vísindamensku þeirra er skýr- ing þeirra á „dýrinu“ í kap. 13. Er sagt, að tala dýrsins sé 666. Adventistar segja, að tala þessi sanni, að dýrið sé páfinn, því að taian sé falin í titli páfa: Vicarius filii Dei (umboðsmaður guðs sonar). Ef teknir eru þeir bók- stafir í þessum orðum, sem tölugildi hafa í rómverskum tölum og lagðir saman kemur út 666! svo alt passar. — En rétta skýringin er þessi: Ofsóknir Nerós seint á sjóunda tugnum á hendur kristnum mönnum urðu þeim mjög minnisstæðar, og þeg- ar Neró dó, trúðu menn því ekki, að hann væri dauður Myndaðist sú saga, að hann hefðist við í Asíu og myndi koma aftur hálfu verri og ráðast gegn hinum heilögu. Neró er dýrið í Op. og fyllilega gefið þar í skyn, að Domi- tian keisari, sem hefur ofsóknir á hendur kristnum mönn- um vegna þess, að þeir neita að dýrka keisarann, sé Neró afturkominn. En nú er „tala“ Nerós á hebresku 666, því að ef teknar eru þær tölur, sem tölugildi hafa í hebresku orðunum Nerwn Kesar (Neró keisari) lagðar saman koma

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.