Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Síða 45

Frjáls verslun - 01.01.2001, Síða 45
SAMEINING FYRIRTÆKJfl / Vítin eru til að varast þau. I meira en helmingi til- vika eru kaup á ríkisskuldabréfum betri fjárfesting en samruni eba yfirtaka á fyrirtœki. Samrunar skila ekki sjálfkrafa árangri. Hér ergreint frá tíu helstu hættunum sem ber að varast við samruna fyrirtækja. Eftír Þröst Olaf Sigutjónsson Kaup á ríkisskuldabréfum er betri flárfesting en samruni eða yfirtaka fyrirtækja í meira en helmingi tilvika. Þeg- ar við bætast glötuð tækifæri vegna hárrar skuldsetning- ar og ofhlaðinna stjórnenda, fara almennar sparisjóðsbækur að verða fýsileg ijárfesting. Stórfelldar breytingar innan fyrirtækja, samruni eða yfir- tökur geta oft valdið mistökum. Þau fyrirtæki sem verða ofan á eru þau sem læra hraðar, framkvæma skjótar og aðlagast betur breyttum aðstæðum. Þau ná hraða með því að for- gangsraða miskunnarlaust, hafa upplýsingar um hvað skapar mestu verðmætin og verja íjármagni sínu af einbeitni. Þeim er augljóst hverjir skulu vera í forsvari fyrir rekstrinum, þeir hafa skýra sýn á skipulag hans og hvernig nýr fyrirtækjabrag- ur eigi að vera. Þau vita jafnframt hvaða hættur ber að varast. Greinarhöfundur, Þröstur Olaf Sigurjónsson, hefurstarfað sem stjórn- unarráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers í Kaupmannahöfn, en hóf nýlega störfhjá KPMG ráðgjöfá Islandi, Samruni og yfirtaka PricewaterhouseCoopers hefur greint tíu meginhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir við samruna og yfirtöku. 1. Inntakslaus samskipti. Eftir að tilkynnt hefur verið form- lega um yfirtöku eða samruna er innihald samskipta við hagsmunaaðila oft ótrúlega inntakslaust. í samskiptum felst meira en að segja fólki hvað það eigi að vita og hugsa. Góð samskipti skapa stöðugleika og varðveita markaðshlut- deild, styrkleika vörumerkja, ímynd og allar óáþreifanlegar eignir. Reynslan sýnir að verðmæti hlutabréfa fellur fyrst og fremst í samrunaferlinu sjálfu. Hér geta góð samskipti við alla hagsmunaaðila skilað stöðugleika sem allt annað er byggt á. Stjórnendur þurfa að þekkja hagsmunaaðila og þarfir þeirra og verða að leiða samskiptaferlið sjálfir. 2. Ofuráhersla á skipiuit Við samruna og yfirtökur skapast þrýstingur á að veita vald og stjórn og skýra hverjir heyra undir hveija. Stjórnendur margir láta undan þessum þrýst- ingi með því að taka ákvarðanir um form frekar en virkni, titla frekar en ábyrgð og skipurit fremur en skýr hlutverkaskipti. Niðurstaðan er sú að allir verða uppteknir af skipuritinu, en það segir meira um vald og stöðu en hvernig upplýsingar eiga að flæða og hvernig ákvarðanatöku skuli sinnt. I þeim til- gangi að hraða samrunaferli er nauðsynlegt að skilgreina strax hlutverk og setja fram forgangsraðaða verkáætlun. 3. Haldið í gömul hvatakerfi. Nauðsynlegt er að innleiða strax ný hvatakerfi sem leggja áherslu á þann ávinning sem leitast er við að ná með samruna og yfirtökum. Það þarf að vera búið að finna þær árangurslykiltölur sem framkalla ár- angurinn sem leitað er eftir. Reglan er sú að aðeins er hægt að ná árangri í því sem hægt er að mæla. Jafnframt verður að veita ríflega umbun fyrir góðan árangur. Það sem fólk er verðlaunað fyrir verður gert! Starfsmenn verða að sjá og reyna að verið sé að beina kröftum að þvi að ná áætluðum árangri með samrunanum. Cisco, sem náð hefur miklum árangri á sviði samruna og yfirtaka, krefst þess að stjórn- endur yfirtekinna fyrirtækja geri starfsmenn að hluthöfum og þeir verði þannig sem sterkast tengdir árangri fyrirtæk- isins. 4. Sameining fyrirtækjabrags. Samruni fyrirtækjamenn- inga (kúltúra) getur verið flóknari en marga grunar. Til að samruni megi heppnast verða stjórnendur að hafa hraðar hendur við að móta stefnu um hvað eigi að vera rétt hegðun; hegðun sem drífur áfram lykiltölur úr rekstri Gerið starfsmenn að hluthöfum Cisco, sem náð hefur miklum árangri á sviði samruna og yfirtöku, krefst þess að stjórnendur sameinaðra fyrirtækja geri starfsmenn að hluthöfum og þeir verði þannig sem sterkast tengdir árangri fyrirtækisins. 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.