Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 52
Opið rými er í tísku hjá íslenskum fyrirtækjum á
sama tíma og þeim fer fækkandi erlendis. Opið
rými hefur þann ótvíræða kost að auka lárétt
upplýsingaflæði innan fyrirtækis, auðvelda
flutninga og endurskipulagningu og færa
stjórnandann nær samstarfsmönnum sínum.
Hveijum hentar að vinna í opnu
rými og hverjum ekki? Þetta er
grundvallarspurning sem stjórn-
endur fyrirtækja hljóta að velta fyrir
sér þegar ákvörðun er tekin um hvort
húsnæði fyrirtækisins er skipulagt
sem opið rými eða blandað og nokkr-
ar lokaðar skrifstofur settar upp.
Flestir eru nefnilega sammála um að
misjafnt sé hvort opið rými henti
starfsemi fyrirtækis, verkefnum og
einstaklingunum á vinnustaðnum.
Þannig segja margir að opið rými
henti síður t.d. starfsmannastjórum,
sem geta þurft að taka á viðkvæmum málum, en geti nýst vel í
t.d. markaðsdeildum þar sem fólk vinnur mikið hópvinnu.
Mjög skiptar skoðanir eru um það hvort afköst aukist, minnki
eða standi í stað í opnu rými og sjálfsagt er það persónubund-
ið. Sumir telja þó að afköstin minnki um allt að 40 prósent í
opnu rými og það getur vitanlega komið sér illa.
Opið rými hefur um langt skeið þekkst í vissum geirum at-
vinnulífsins á Islandi, t.d. hjá auglýsingastofum og á ritstjórn-
um, og nú er það sífellt að verða algengara, t.d hjá. tölvu- og
hugbúnaðarfyrirtækjum og símafyrirtækjum. Segja má að
opið rými sé í tísku því flest fyrirtæki sem flytja sig um set láta
skipuleggja húsnæðið að einhveiju eða öllu leyti með tilliti til
opins rýmis. Þar hafa menn ekki síst sparnaðarsjónarmið í
huga þó að ekki sé víst að mikið sparist því að í mörgum tilfell-
um eru sett upp vönduð skilrúm, hillur og blóm til að stúka nið-
ur rýmið. „Fyrirtæki leita allra leiða til að ná niður kostnaði í
rekstri og telja að opið rými sé góð
lausn til að nýta plássið eins og kostur
er,“ segir Katrín S. Oladóttir, ráðninga-
stjóri hjá PwC.
Loka fyrir hlustirnar Opið rými var
áberandi í fagbókum og tímaritum um
innanhússarkitektúr fyrir 15 árum og
varð í kjölfarið mjög vinsælt erlendis.
Það hafði þó þekkst áður. Þannig seg-
ir Gylfi Arnason, framkvæmdastjóri
Opinna kerfa, umboðsaðila Hewlett-
Packard á Islandi, að opið rými hafi
tíðkast hjá Hewlett-Packard frá upp-
hafi, eða frá árinu 1939 þegar fyrirtækið var stofnað. Hewlett
og Packard voru þá einu starfsmenn fyrirtækisins sem var á
þeim tíma starfrækt í bílskúr en þar sátu þeir í opnu rými. All-
ar götur síðan hefur starfsemin verið í opnu rými og gildir það
sama um alla starfsmenn. Gylfi hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir
15 árum og hefur kynnst vel aðstæðum í Bandaríkjunum og
Evrópu þar sem allir starfsmenn eru í opnu rými. Sjálfur hefur
hann alltaf unnið í opnu rými og gerir enn þann dag í dag en
hann deilir „skrifstofu" í opnu lými með starfandi stjórnarfor-
manni fyrirtækisins, Frosta Bergssyni.
„Eg hef unnið í opnu rými í 15 ár og það hefur gefið mér
góða reynslu. Eg þoli vel að heyra aðra tala í síma og vinna í
kringum mig. Eg heyri hvað talað er um og veit hvað er að ger-
ast á vinnustaðnum. Ef maður vill getur maður lagt við hlustir
en það vefst heldur ekki fyrir mér að loka fyrir hlustirnar og þá
heyri ég ekki hvað talað er um,“ segir Gylfi og viðurkennir að
Opið rými verður stöðugt algengara
í skrifstofuhúsnœði hér á landi.
Sumir segja jafnvel að opið rými sé í
tísku hér á sama tíma og dregið hafi
úr vinsældum þess erlendis. Skiptar
skoðanir eru um kosti oggalla
opinna rýma.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
52