Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 54

Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 54
OPIÐ RYWI fl VINNUSTÖÐUM Algengt í sumum fögum Opið rými er algengt hjá tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækjum, símafyrirtækjum, auglýsingastofum, fréttastofum og á ritstjórnum og öllum nýlegum fyrirtækjum þar sem starfsfólkið er ungt og ferskt að miklum meirihluta. Þú elskar opið rými ef þú - ert undir 30 ára aldri og vinnur hjá nýstofnuðu netfyrirtæki eða vildir óska þess að þú ynnir hjá sliku fyrirtæki. - ert með grænt hár og klæðist rifnum stuttermabol í vinnunni. - ert yfirmaður sem vill vera með fólkinu sínu. - vilt geta séð alla á skrifstofunni án þess að fara frá borðinu þínu. - hefur ekki hugsað þér að rífast við makann í símanum á skrifstofunni. - telur að þú standir framkvæmdastjór- anum jafnfætis því að hann er heldur ekki með skrifstofu. - býrð í heitu loftslagi þar sem þú getur skroppið út fyrir til að geta verið í næði. Þú hatar sennilega opið rými ef þú - ert yfir 30 ára og ert búin(n) að bíða lengi eftir þinni eigin hornskrifstofu. - ert víðáttufælin(n). - þarft að vera skapandi með stuttum fyrirvara með fyrirtækið í húfi. - átt viðkvæmar viðræður við aðra. - hringir í háttsetta framkvæmdastjóra. - „fílar“ samstarfsmenn þína - í fjarlægð. Að lifa af í opnu rými - Hlustaðu á tónlist í heyrnartólum. - Búðu til veggi umhverfis þig úr jurtum, bókahillum o.þ.h. - Notfærðu þér táknmál líkamans til að koma í veg fyrir truflun, t.d. með því að horfa í gólfið. - Dragðu úr líkunum á spjalli og óvæntum heimsóknum með staðföstu svari: „Fyrirgefðu en ég má ekki vera að því að tala núna...“ - Hringdu og taktu á móti öllum einka- símtölum í gemsanum svo að þú getir staðið upp og skroppið frá þegar þú þarft næði. Heimild: Time að þeir sjái út fyrir skrifstofuna og það sjáist inn til þeirra. Aðrir telja það mikinn kost að vera sem næst samstarfsmönnum sínum og vilja helst sitja í opna rým- inu og vera þannig í hringiðunni. Með þeim hætti á stjórnandinn auðveldar með að verða hluti af hópnum. Hann er ekki einangraður inni á skrifstofu heldur hef- ur hann alla möguleika á að fylgjast með því sem gerist í fyrirtækinu og grípa inn í ef þörf krefur. Starfsmannaviðtöl fara þá fram í lokuðum fundarherbergjum og einnig er þar tekið á viðkvæmum málum. Flestir eru sammála um að staða stjórnandans sé jafn sterk ef ekki sterkari í opnu rými en því lokaða. Hvaða mynd er stjórnandinn að gefa af sér með þvi að sitja í opnu rými? Það er Katrín S. Oladóttir sem verður fyrir svörum: „Stjórnandi, sem velur að sitja í opnu rými, gefur til kynna að hann vilji vera sýnilegur og virkur stjórn- andi og að starfsfólkið eigi greiða leið að honum. Þetta er mjög algengt í nýrri fyrirtækjum, þar sem sviðsstjóri leiðir hóp manna við vinnu, en hentar alls ekki öllum stjórnendum sem eigi að síður ná góðum árangri í stjórnun. Oft er talað um að með þessu móti séu stjórnendur í meiri nálægð við starfsfólk sitt og þekki því betur hæfileika þess og veikleika og geti gripið fyrr inn í ef eitthvað fer úrskeiðis." Hljóðmengun er streituvaldur Gallarnir við opið rými geta verið ijölmargir. Fyrir utan þá umdeildu skýringu að afköstin minnki má nefna þörf starfsmanna til að vinna í næði og einrúmi og geta þannig einbeitt sér betur en í opnu rými. Tímaritið Time segir nýlega að opið rými hafi áhrif á ein- beitinguna og vitnar þar í nið- urstöður rannsóknar sem sýna að tveir þriðju hlutar starfs- fólks í opnu rými verði fyrir truflun frá sam- Guðbjörg Linda Rajhsdóttir, félagsfræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins, segir að alltof sjaldan sé tekið tillit til verkefna og þarfa viðkomandi starfsmanns þegar oþið rými sé til umrœðu. Hún hvetur stjórnendur til þess að láta fara fram þarfagreiningu áður en ákvörðun er tekin. 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.