Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Síða 62

Frjáls verslun - 01.01.2001, Síða 62
MARKAÐSSETNING fl SJÓNVflRPSÞÆTTl Stöð 2 hefur hafið sýningar á nýjum spurninga- pætti sem hefur farið sigurfór um heiminn. Þetta er íslensk útgáfa afhreska spurningapættinum Viltu vinna milljón? Breska fyrirtækið Celador hófframleiðslu á þáttunum fýrir rúmum tveimur árum og eru þeir núna sýndir víða um heim! Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Markaðssetningin á spurningaþætti Stöðvar 2, Viltu vinna milljón?, hefur tekist vel. Spyrjandinn, Þorsteinn J., þykir hafa náð sérlega góðum tökum á því að vekja spennu hjá áhorfendum með framkomu sinni í stólnum. Framleiðslustjórn er í höndum Heimis Jónassonar og Þórs Freyssonar en sá síðarnefndi stjórnar einnig upptöku á þætt- inum. „Þetta er ekki bara spurningaþáttur, heldur blanda af spurningaþætti og drama,“ segir Þór. Ætlunin er að fólk finni til spennu og í þættinum eru mörg atriði sem stuðla að því. Sviðsmyndin er byggð upp líkt og rómverskt hringleikahús þar sem áhorfendur sitja í hálfhring. Lýsingin er talsvert áhrifamikil. I upphafi þáttar er mjög bjart og áhorfendur af- skaplega sýnilegir en þegar líða tekur á er dregið úr lýsingu og eftir að keppandi hefur svarað tíundu spurningu hverfa áhorfendur alveg sjónum og athyglinni er alfarið beint að keppanda og spyrjanda, sem sitja andspænis hvor öðrum. Það sama á við um tónlistina. Hún þyngist eftir því sem líða tekur á þáttinn. Við sjöttu spurningu er spiluð „hjartsláttar- tónlist“ og við þá tíundu verður hún enn dramatískari og eyk- ur það enn á spennuna." Uppbygging og umgjörð þáttanna er mjög vel heppnuð og það er ekki síst því að þakka að þeir hafa alls staðar slegið í gegn þar sem þeir hafa verið sýndir. Það var breska fram- leiðslufýrirtækið Celador sem skapaði þættina og hóf fram- leiðslu á þeim fýrir rúmum tveimur árum. Celador lagði mik- ið í hönnunina og hún hefur skilað sér vel, enda víða reynt að líkja eftir henni, án árangurs. Fyrst þart að hringja Þættirnir hafa verið seldir til ýmissa landa, meðal annars til Danmerkur og Bandaríkjanna þar sem þeir eru sýndir oftar en einu sinni í viku. I Bandaríkjun- um eru þeir sýndir þrisvar í viku en tvisvar í Danmörku. Tölva sér um að velja keppendur í þáttinn úr hópi þeirra sem hringt hafa inn og svarað einni spurningu. Það kostar 199 krónur á mínútu að hlýða á spurninguna og svara. Akveði þátttakandinn hins vegar að hætta við eftir að hafa hlustað á kynninguna er símtalið honum að kostnaðarlausu. Þátttak- andinn er því næst spurður einfaldrar spurningar sem er í takt við fýrstu spurningarnar í þættinum sjálfum og gefnir eru fjórir svarmöguleikar. Notaðar eru 10 spurningar hverju sinni og þeim er svo skipt út á 48 tima fresti. Nöfn þeirra þátt- takenda sem svara rétt fara í pott og einu sinni í viku velur tölva 60 manns af handahófi úr pottinum. „Við hringjum í þessa 60 og spyrjum þá ýmissa spurninga. Þeir sex, sem annað hvort svara rétt eða komast næst svarinu, fá boð um að koma í þáttinn en að auki er einn varamaður val- inn,“ segir Þór. „Þeir sem koma í þáttinn hverju sinni keppa svo innbyrðis í upphafi hvers þáttar, í sérstökum forleik sem sker úr um hver þeirra kemst í hásætið. Það er afskaplega skemmti- legt að iylgjast með því hversu ólíkir þátttakendur eru og hvað áhugasvið þeirra og vitneskja er mismunandi. Það er engan veginn hægt að ganga út frá því sem vísu að menntun eða þekking á ákveðnu sviði gagnist þegar í hásætið er komið.“ Leiksýning í Sjönvarpi Verðlaunaféð er að hluta til fjármagn- að með þessum hringingum en kemur að stærstum hluta frá Stöð 2 og styrktaraðilum. Aðalstyrktaraðilar Viltu vinna millj- ón eru Síminn og Mjólkursamsalan. Fleiri styrktaraðilar koma við sögu og má þar á meðal nefna Spron. Þór segir að víðast hvar sé farin sú leið að fá fyrirtæki til að kosta þættina því þeir séu dýrir í framleiðslu. „A Islandi, sem annars staðar, er áhersla lögð á að gera þá eins vandaða og hægt er. Til þess að halda kostnaði niðri eru tveir þættir teknir upp í einu og er fjölmennt tökulið á svæðinu, eða um 20 manns. Ahorfendur eru rúmlega 80 talsins og upptakan er ekki ósvipuð leiksýn- ingu í leikhúsi þar sem hlé er gert milli þátta." 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.