Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 68

Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 68
KRÍSySTJÓRNUN OG FJÖLMIÐLUN Ekkert fyrirtæki er óhult fyrir krísum og liaröri umfiöllun fréttamanna um pær. En hvad er krísustjórnun og hvernig er best a<) bregöast vió gagnvart fiölmiólum? Sé rétt staðið að málum getur krísa orðið fyrirtækjum til heilla. Best er að vera viðbúinn. Munið að Nói byggði Örkina áður en pað fór að rigna. Efitir Aslaugu Pálsdóttur Illa er hægt að stjórna því hvort fyrirtæki verða fyrir óvænt- um atburði. Það er hins vegar hægt að stjórna því hvernig tekist er á við hann... og þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það viðbrögðin sem skipta máli. Markmiðið með krísustjórnun er að hindra að óvæntur atburður leiði til krísuástands, en fyrstu klukkutímarnir skipta sköpum - þessu má líkja við hjartaáfall, því tímanlegar sem brugðist er við, því líklegri er árangur. Oft hunsa fyrirtæki aðvörunarmerki um að krísa geti verið yfirvofandi, en langflestar krísur hafa verið kraumandi lengi áður en almenningur fær vitneskju um þær og þá í flest- um tilfellum gegnum ijölmiðla. I því upplýsingasamfélagi sem við búum við í dag er ekkert fyrirtæki eða samtök óhult fyrir sem verður í kjölfar áfalls. Þegar óvæntur atburður kemur upp mun stóra spurningin sem stjórnendur standa frammi fyrir snú- ast um það hve mikið skal segja og hvenær. Ráðlegging Warren Buffetts, þekkts bandarísks kaupsýslumanns er: „Taktu skýrt fram í byrjun að þú vitir ekki allar staðreyndir málsins. Að því loknu skaltu skýra frá þeim staðreyndum sem liggja fyrir. Markmiðið ætti að vera að bregðast snöggt við, koma upplýs- ingum til skila til allra sem málið varðar á sem skemmstum tíma og að hafa í huga að vandamál bataa ekki með aldrinum.“ Óvænt eða undirkraumandi krísa Robert L. Heath segir við- brögð við krísu hafa verið skilgreind sem „stjórnun við hámarks- óvissuástand með það að markmiði að vinna eða endurvekja trúnaðartraust áheyrenda eða almennings." Sé rétt staðið að málum getur krisa orðið fyrirtækjum til heilla. Hið kínverska tákn fyrir erfiðleika felur í sér bæði heill og háska. Krísa getur því verið hætta eða tækifæri. Það er hægt að nota athygli tjöl- miðla til að sýna hvað fyrirtækið er vel í stakk búið til að bregð- ast við óvæntum uppákomum og koma markmiðum þess, verð- mætum og starfsemi á framfæri. Einnig verður þá til gott tæki- færi til að sýna viðskiptavinum og öðrum hlutaðeigendum að fyrirtækið sé ábyrgt, trúverðugt og láti sig hag ofangreindra að- ila varða. Þá er mikilvægt að hafa krísustjórnaráætlun til taks og velþjálfað krísuteymi til staðar ef óvæntur atburður kemur upp. Gott er að hafa í huga að Nói byggði Örkina áður en fór að rigna. Ein elsta skilgreining á krísu kom fram í grein eftir Charles Krísa - háski áföllum og því varanlega tjóni sem þau geta valdið. Nóg er að kveikja á sjónvarpsfréttum til að fullvissa sig um það. Spurning- in er ekki lengur hvort óvæntur atburður muni ríða yfir heldur hvenær, af hvaða tagi og með hvaða hætti. Hvað er krísustjórnun ? Fyrsta skrefið í krísustjórnun er að ákveða hvort um krísu er að ræða. Ef krísuteymið eða stjórn- endur bíða of lengi getur orðið of seint að bjarga ímynd fyrir- tækisins. Óvæntur atburður, sem getur leitt til krísu, er ástand eða röð viðburða sem skaðað geta ímynd og ásjónu fyrirtækja og þar með ógnað framtíð þeirra. Markmiðið með krísustjórn- un er að standa vörð um orðspor fyrirtækisins og koma sjónar- miðum þess á framfæri. Góð krísustjórnun er að draga úr þeim skaða sem orðstír fyrirtækis getur orðið fyrir. Önnur markmið miða að því að eignatjóni sé haldið í lágmarki og draga eins og kostur er úr röskun á viðskiptum. Mikilvægt atriði er einnig að þjálfað starfsfólk sé fengið til að vinna fyrirtækið í gegnum krís- una, einstaklingar sem bregðast rétt við fyrir, á meðan og eftir að ástandinu er aflétt. Fyrstu klukkutímarnir geta skipt sköpum um það hvaða áhrif krísan hefur á fyrirtækið og þá umræðu F. Hermann, sem birt var árið 1963. Þar segir hann að þrír þættir verði að vera fyrir hendi til að segja megi að krísuástand hafi skapast: a) „Stjórnendur verða að bera kennsl á aðsteðjandi ógn og telja að hún setji helstu markmið fyrirtækisins í voða.“ b) „Þeir verða að horfast í augu við skaðann og sjá að ástand- ið muni versna hafist þeir ekkert að.“ c) „Þeir verða að vera við öllu búnir.“ I bók sinni „Crisis Management & Communication - How To Gain and Maintain Control“ segja Robert B. Irvine og Dan R Millar hugsanlegt krísuástand ekki verða að raunverulegri hættu fyrr en það hafi hrint af stað þó nokkurri umfjöllun í ijöl- miðlum. Irvine og Millar flokka krísuástand í tvo flokka. Þeir eru: Óvænt krísa og undirkraumandi krísur. Óvænt krísa - veldur hættu á upplausnarástandi á viðskipta- háttum í fyrirtæki. Hún skellur á án nokkurs fyrirvara og er lík- leg til að draga að sér slíka athygli ijölmiðla að hún geti valdið fyiirtækinu og hluthöfum þess tjóni. Óvæntri krisu má líkja við hjartaáfall: Hún skellur á án nokkurrar viðvörunar. Dæmi um óvænta krísu eru jarðskjálftar, hrun tölvukerfis, hryðjuverk, Getur hann unnið fréttina án mín? Góð regla er að spyrja sjálfan sig: „Getur fréttamaðurinn unnið fréttina án mín?“ Yfirleitt er svarið jákvætt. í þvf tilfelli er farsælla að fara í viðtal og koma málflutningi fyrirtækisins á framfæri. 68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.