Frjáls verslun - 01.01.2001, Síða 73
Sigmar B. Hauksson fjallar reglulega um léttvín í Frjálsri verslun.
Mynd: Geir Ólafsson
Amarone í verslunum ÁTVR
Masi Campofiorin Ripasso 1996 á kr. 1.300,-
Sérpöntunarflokkur (fást í Heiðrúnu):
Masi Amarone 1996 á kr. 2.590
Pasqua Amarone Vignetti Casterna á kr. 2.440
Pasqua Villa Borghetti Amoron Valpolicella 1995 á kr. 1.900
Þrúgurnar eru þurrkaðar við sérstök skilyrði í allt að fimm mánuði.
þær. Þrúgurnar skreppa því saman eins og sveskjur. Eftír fimm
mánaða þurrk eru svo þrúgurnar pressaðar og vínið látíð gerj-
ast í óvenjulega langan tíma, eða í 45 tíl 50 daga, og stundum
lengur. Eftir geijunina er vínið mjög sætt og þungt, það ilmar
af ávöxtum og berjum og minnir fremur á sultu en rauðvín. Þar
sem vínið er mjög sætt tekur gerjunin nokkuð langan tíma,
eins og áður hefur komið fram, en aðeins er notað náttúrulegt
ger sem heitir Saccaromices Bayanus. Vínið er svo látið
þroskast í stórum ámum í um það bil 2 ár áður en því er tapp-
að á flöskur.
11 kg ai þrúgum Þessi undarlega framleiðsluaðferð hefur
þekkst frá dögum Rómveija. Hinir fornu Rómverjar höfðu
mikla ást á bragðmiklum og krydduðum vínum. Þá var þetta
góð aðferð að þurrka þrúguna til að lengja uppskerutímann, því
hér áður fyrr, þegar nútíma tækni naut ekki við, tók mjög lang-
an tíma að framleiða vínin. Það er þó ekki fyrr en á seinni tím-
um að aftur er farið að framleiða og þróa Amarone vinin. Það
var vínframleiðandinn Dario Pastonesi og fyrirtæki hans, Bert-
ani, sem segja má að hafi endurvakið Amarone vínið, en það er
víngerðarmeistarinn Romano Dal Forno hjá Frazione sem þró-
að hefur og bætt vinið og gert það að þvi sem það er í dag. Vín-
framleiðandinn Masi hefur hins vegar kynnt Amarone fyrir um-
heiminum. Amarone hefur algjöra sérstöðu í vínheiminum, það
er hvergi hægt að framleiða svona vín nema í Veneto, Fram-
leiðsluaðferðin er dýr og flókin en þrátt fyrir það eru Amarone
vínin ekki dýr. Vínrunninn sjálfur er mikið klipptur og er það
gert tíl þess að fá færri en kröftugri þrúgur. Til þess að fá eina
flösku af góðu Amarone víni þarf um 11 kg af þrúgum. Til sam-
anburðar má geta þess að til að fá eina flösku af Valpolicella þarf
VÍNUIVIFJÖLLUN SIGMARS
1 kg af þrúgum. Eins og áður hef-
ur komið fram er Amarone jrfir-
leitt látíð þroskast í 2 ár í ámum
áður en vfninu er tappað á flösk-
ur. Margir hinna betri framleið-
enda geyma svo flöskurnar í 6 ár
í vínkjöllurum sínum áður en
vínið er sett á markað. Eg hef
drukkið 15 ára gamalt Amarone
og það var ótrúlega kröftugt en
þó mjúkt og þægilegt. Amarone
vínin eru flókin og af þeim er
ávaxta- og stundum tjöruang-
an. Bragðið er margslungið en
þó mikið beijabragð, þurrkað-
ir ávextir og aðeins tóbaks- og
piparbragð. Amarone vínin
eru flest hver 14 til 15% að
styrkleika. Þroskað Amarone
vín er gott með villibráð, t.d. ijúpum, og einnig með léttreyktum
mat, t.d. hamborgarhrygg. Þá er það frábært með graflaxi og
asískum mat sem í er karrý, chilipipar og hvítlaukur. Einnig er
Amarone frábært með ostum.
Corvina þrúgan er vinsælasta
þruga Veneto héraðs ogsálAmar-
one vínsins.
SíðUStU dropar Það tíðkast vissulega á nokkrum örfáum
stöðum í heiminum að þurrka þrúgurnar áður en þær eru
pressaðar, t.d. á Madeira. En Amarone vínviðurinn er þó ein-
stakur. Helstu ástæður fyrir sérstöðu hans eru þrúgutegund-
irnar og hvað þær eru látnar þroskast lengi, þá er það hinn
langi tími sem fer í að þurrka þrúgurnar. Veðurfarið á þessum
stöðum hefur veruleg áhrif á vínið, svo og hinn langi geymslu-
tími í ámum og flöskum. Amarone vínin eru meðal stóru vína
heimsins, á því er enginn vafi - vín sem vínheimurinn hefur enn
ekki uppgötvað. En sá timi mun koma. 33
73