Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 25
FORSÍÐUGREIN TVÍKEPPNI í VIÐSKIPTflLÍFINU SÍF og SH SÍF og SH eru langstærstu fyrirtækin í útflutningi sjávarafurða. Eftir að SIF og IS, Islenskar sjávarafurðir, samein- uðust um mitt árið 1999 hafa SIF og SH verið allsráðandi á sínu sviði. Engu að síður er það þó svo að mörg önnur fyrirtæki koma við sögu á útflutningi sjávarafurða en útflutningur þeirra er smámunir miðað við útflutning risanna tveggja. Bogi Þór Siguroddsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Jón Helgi Guð- mundsson, forstjóri Byko. Byko og Húsasmiðjan Byko og Húsasmiðjan eru langstærstu fyrirtækin á markaði byggingavara hérlendis og svo hefur ver- ið um árabil. Yfirburðirnir eru slíkir að hægt er að halda því fram að þessi tvö fyrirtæki eigi markaðinn. Þótt stólparnir 1 báðum fyrirtækjum séu byggingavörur þá er vöruval þessara fyrirtækja orðið svo mikið að þær teygja sig inn á svið margra smásöluverslana. Nokkuð er síðan að þessi tvö fyrirtæki náðu afgerandi forystu á sínu sviði. Morgunblaðið og DV DV og Dagur hafa sameinast og er því klárlega tvíkeppni á milli Morgunblaðsins og DV-Dags á dag- blaðamarkaðnum - sem auðvitað er bara hluti af ijölmiðla- markaðnum. Morgunblaðið og DV hafa um árabil verið mjög ráðandi á markaðnum, eða eftir að Vísir og Dagblaðið voru sameinuð í DV undir lok ársins 1981, þótt dagblöðin haft í raun lengst af verið fimm: Morgunblaðið, DV, Tíminn, Al- þýðublaðið og Þjóðviljinn. Dagur var gerður að dagblaði und- ir lok ársins 1985 og var markaðssvæði hans þá fyrst og fremst á Norðurlandi. Á árinu 1996 voru Dagur og Tíminn sameinuð undir heiti Dags. Nú er hins vegar nýtt dagblað í burðarliðnum og mun Frjáls íjölmiðlun m.a. koma að því. Þegar hefur verið auglýst eftir starfsfólki á þetta blað sem til stendur að dreifa fritt inn á heimili. RÚV og Norðurljós RÚV og Norðurljós, sem rekur m.a. Stöð 2, Sýn, Bíórásina og Fjölvarpið og nokkrar útvarpsstöðvar, m.a. Bylgjuna, eru algerlega markaðsráðandi á sjónvarps- og út- varpsmarkaðnum hérlendis og hægt að segja að um tvíkeppni þeirra sé að ræða. Erfitt hefur reynst fyrir nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðvar að ná fótfestu en þó hefur Islenska sjónvarps- félagið, sem rekur Skjá einn, náð að sprikla talsvert frá því fé- lagið hóf göngu sína á þessum markaði um mitt árið 1999. Fróðlegt verður að sjá hvernig Skjá einum reiðir af í samkeppninni við risana tvo á markaðnum. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.