Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 25
FORSÍÐUGREIN TVÍKEPPNI í VIÐSKIPTflLÍFINU
SÍF og SH SÍF og SH eru langstærstu fyrirtækin í útflutningi
sjávarafurða. Eftir að SIF og IS, Islenskar sjávarafurðir, samein-
uðust um mitt árið 1999 hafa SIF og SH verið allsráðandi á sínu
sviði. Engu að síður er það þó svo að mörg önnur fyrirtæki
koma við sögu á útflutningi sjávarafurða en útflutningur þeirra
er smámunir miðað við útflutning risanna tveggja.
Bogi Þór Siguroddsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Jón Helgi Guð-
mundsson, forstjóri Byko.
Byko og Húsasmiðjan Byko og Húsasmiðjan eru langstærstu
fyrirtækin á markaði byggingavara hérlendis og svo hefur ver-
ið um árabil. Yfirburðirnir eru slíkir að hægt er að halda því
fram að þessi tvö fyrirtæki eigi markaðinn. Þótt stólparnir 1
báðum fyrirtækjum séu byggingavörur þá er vöruval þessara
fyrirtækja orðið svo mikið að þær teygja sig inn á svið margra
smásöluverslana. Nokkuð er síðan að þessi tvö fyrirtæki náðu
afgerandi forystu á sínu sviði.
Morgunblaðið og DV DV og Dagur hafa sameinast og er því
klárlega tvíkeppni á milli Morgunblaðsins og DV-Dags á dag-
blaðamarkaðnum - sem auðvitað er bara hluti af ijölmiðla-
markaðnum. Morgunblaðið og DV hafa um árabil verið mjög
ráðandi á markaðnum, eða eftir að Vísir og Dagblaðið voru
sameinuð í DV undir lok ársins 1981, þótt dagblöðin haft í
raun lengst af verið fimm: Morgunblaðið, DV, Tíminn, Al-
þýðublaðið og Þjóðviljinn. Dagur var gerður að dagblaði und-
ir lok ársins 1985 og var markaðssvæði hans þá fyrst og
fremst á Norðurlandi. Á árinu 1996 voru Dagur og Tíminn
sameinuð undir heiti Dags. Nú er hins vegar nýtt dagblað í
burðarliðnum og mun Frjáls íjölmiðlun m.a. koma að því.
Þegar hefur verið auglýst eftir starfsfólki á þetta blað sem til
stendur að dreifa fritt inn á heimili.
RÚV og Norðurljós RÚV og Norðurljós, sem rekur m.a. Stöð
2, Sýn, Bíórásina og Fjölvarpið og nokkrar útvarpsstöðvar, m.a.
Bylgjuna, eru algerlega markaðsráðandi á sjónvarps- og út-
varpsmarkaðnum hérlendis og hægt að segja að um tvíkeppni
þeirra sé að ræða. Erfitt hefur reynst fyrir nýjar útvarps- og
sjónvarpsstöðvar að ná fótfestu en þó hefur Islenska sjónvarps-
félagið, sem rekur Skjá einn, náð að sprikla talsvert frá því fé-
lagið hóf göngu sína á þessum markaði um mitt árið 1999.
Fróðlegt verður að sjá hvernig Skjá einum reiðir af í
samkeppninni við risana tvo á markaðnum.
25